Búnaðarrit - 01.01.1895, Síða 70
66
2. tímabil, 1030—1200.
Af þvi eg heíi nú skýrt allgreinilega frá höfuðatrið-
um þessa máls á landnámsöldinni og söguöldinni get
eg nú farið nokkru skjótar yfir sögu á tíma þeim, sem
hjer ræðir um.
Um 1030 var hin fyrsta kynslóð komin upp, er
borin var eptir að kristni var í lög tekin. Að vísu
hafði kristnin enn mjög lítil áhrif á hugarfar manna,
en úr því að menn höfðu sætzt á það, að allir skyldu
hafa eina og sömu trú á landinu, þá var ekkert deilu-
efni þar fyrir höndum. Enn fremur var stjórnarskipun
landsins fullger í byrjun 11. aldarinnar og hún komst
þá í fast horf, er hjelzt alllengi. Má ætla að þetta sje
aðalástæðan til þess, að eptir 1030 hófst ineiri friðaröld
en áður hafði verið.
Á verzluninni varð þó engin veruleg brcyting um
þetta ár; en hún broyttist smátt og smátt mjög mikið
á þvi tímabili, er nú fór í hönd.
Um þennan tíma eru miklu færri sögur til en áð-
ur, cn þó eru ýmsir íslendingar kunnir, sem voru í
siglingum um miðja 11. öld og enda í byrjun 12. aldar;
eru þess næg rök, að íslendingar ráku töluverðan kaup-
skap til annara landa á 11. öldinni, en þó einkum á
rikisárinu þeirra Magnús konungs hins góða og Haraldar
konungs hins harðráða. Að líkindum hefur fólksfjöld-
inn aukizt á íslandi alla 10. öldina, og 11. öldina líka,
að undanteknum einstaka hallæruin, svo sem 1056 og
á meðan afleiðingar þess stóðu yfir. Það má telja víst,
að íslendingar, í samanburði við fólksfjöldann, hafi eigi
rekið jafnmikla verzlun til annara landa um 1030 sem
þeir höfðu gert á 10. öldinni; cn af því eigi er hægt
að sjá, að verzlunin liafi minkað eða hnignað á þess-