Búnaðarrit - 01.01.1895, Síða 75
71
Að því er íslendinga snertir, stingur svo mjög í
stúf með þetta, því tæplega er nokkur íslenzkur kaup-
maður eða farmaður nefndur á tímabili þessu, er Þórir
tottur Arnþórsson er frátalinn, en þó ber þess að gæta
um hann, að óvíst er, hvort hann hefir verið maður
norrænn eða íslenzkur.
Frá Þóri tott segir fyrst árið 1246. Hann átti þá
skip á Eyrum, og var með Gizuri Þorvaldssyni; fór
hann í milli þeirra Þórðar kakala með sáttaumleitan.
Gizurr fór það ár utan á Eyrum, og er eigi ólíklegt,
að hann hafi tekið sjer far á skipi Þóris, en ekkert er
um það skráð. Þórir var í brúökaupinu að Flugumýri
1253, en sumariö eptir rjeðst kaup með þeim Þóri og
Herdísi Einarsdóttur, bróðurdóttur Gizurar Þorvaldsson-
ar; var brúðkaup þeirra í Haukadal. Var að því brúð-
kaupi margt góðra manna og göfugra, bæði norrænir
menn og íslenzkir. Gizur fór utan þá um sumarið, en
fjekk Þóri föðurleifð sína, og skyldi hann vera til styrkt-
ar við Odd Þórarinsson móti brennumönnum. Um ára-
mótin 1254 og 1255 fór Þórir norður til Skagafjarðar
með Oddi. Þá var Oddur veginn í Geldingaholti, en
Þórir komst í kirkju. Eptir þetta segir ekki frá Þóri.
Þess er getið um Þóri að Geldingaholti, að liann
var í panzara öruggum, og hafði stálhúfu norræna á
höfði. Margir íslcndingar áttu norræn vopn á þeim
dögum, svo þetta er engin sönnun fyrir því, að liann
væri norrænn. Meira má marka af því, að margir
norrænir menn sátu brúðkaup hans, en þó er það hvergi
nærri næg sönnun. Af því að hann hafði vcrið í för-
um, var hann kunnugur mörgum Norðmönnum, og eins
þekti Gizur ýmsa Norðmenn; þá bar og það við stund-
um, að Norðmenn sátu veizlur manna á íslandi. Hitt
er verra, að ætt Þóris er ókunn, en athugavert er það