Búnaðarrit - 01.01.1895, Síða 77
73
eigi sagt, hvcrnig þeir fóru utan, og þykir nóg að greina
hvaðan þeir fóru af landinu. Þannig er venjulega sagt
um Gizur Þorvaldsson, að hann færi utan „á Eyrum“,
og að liann kæmi út „á Eyrum“. Þó ber það opt við,
að ekki er sagt svo mikið sein um Gizur, eða frá hvaða
höfn menn fóru af landinu. Er svo að sjá sem sögu-
riturunum hafi venjulega þótt það nægilegt, að geta
þess nú, að einhver, sem um er að ræða, fór utan, og
frá hvaða höfn hann fór, ef það skyldi skýrt nánar.
í raun rjettri var og sagt nóg með þessu, því er það
var orðin aimenn vonja að taka sjer far á útlcndu
skipi, þá var ekki ástæða að greina nánar frá því.
Öðru máli var að gegna, ef einhver sjerstök ástæða var
til þess að minnast á hinn útlenda farmann, og það kom
að eiuhverju leyti efninu við.
Stundum er þó skýrt frá því, að Islendingar tækju
sjer far milli landa og með hverjum þeir gorðu það.
Göfgir menn gátu farið á þann hátt með allmiklu föru-
neyti og ílutt með sjer mikla vöru. Þá er menn fóru
utan, urðu þeir venjulega að íiytja með sjer vöru eða
fararcyri til forgiptar, þar sem þess þurfti, á meðan
þeir voru að heiman. Ef menn höfðu meiri vöru en
þurfti til farareyris, þá var henni varið sem kaupeyri
til kaupsskapar. Fer þá stundum svo, að eigi er auð-
velt að ákveða, hvort sá eða sá getur með rjettu kaup-
maður hoitið eða eigi. Kaupskapurinn var eigi kominn
í svo fast horf sem nú, og menn brugðu ýmsu fyrir sig,
eptir því sem færi gafst.
Sje það atliugað með hverjum íslendingar tóku
sjer far á Sturlungaöldinni, að svo miklu leyti sem það
er kunnugt, þá kemur það í ijós, að það voru optast
norrænir farmenn. Er þetta ein sönnun fyrir því, að
Norðmenn ráku þá langmosta verzlun til íslands. Ef