Búnaðarrit - 01.01.1895, Side 80
76
1257—1258. Bárður Hallfreðarson rjeð fyrir skipi,
er var í Kolbeinsárósi í Skagaflrði.
1257—1258. Sindri stýrði Hólmdælunni, cr uppi
stóð að Gásum í Eyjafirði. Á skip mcð honum rjeðust
margir íslcndingar, en Hólmdælan týndist fyrir Mýrum;
komust af nær 50 manna, en jafnmargir týndust, og
flestir íslcndingar, þeir er þar voru. Er þetta hin stærsta
skipshöfn á kaupskipi, er getur um í fornöld á íslandi.
1257—1258. Eyjóifur auðgi stýrði Gróbúzunni, er
uppi stóð að Gásum í Eyjafirði. Gróbúzan týndist og
hvert mannsbarn, er á var.
Enn fremur má nefna hjer erindreka Hákonar
konungs, er hann sendi út til íslands: Sigurð silkiauga
1254, ívar Englason 1255—1256, ívar Arnljótarson og
Pál límséymu 1260, og Hallvarð gullskó, er kom út
tvisvar (1261—1262 og 1264). Þessir menn allir höfðu
skip til umráða, nema ef til vill Sigurðar silkiauga, og
er líklcgt að konungur hafi fengið þeim þau. Að vísu
áttu þeir að koma landinu undir konung, en eigi er ó-
líklegt, að þeir eða skipverjar þeirra hafi átt kaup við
landsmenn og rekið nokkra verzlun, annaðhvort fyrir
sjálfa sig eða konung eða fyrir þá báða. Konungur
átti skip í förum og ljet reka nokkra vcrzlun.
Auk Norðmanna komu menn frá ýmsum öðrum
löndum til íslands, að eiga kaup við landsmcnn, en
einkum er þess getið um menn frá eyjum þeim og lönd-
um fyrir vestan haf, þar sem Norðmenn höfðu tekið
sjer bólfestu fyrrum. Nýlendumenn frá Grænlandi komu
og stundum til íslands að hitta frændur og vini, eða er
þeir fóru til Noregs.
Þess er áður gctið að vcrzlunarviðskipti hafi verið
nokkur milli Englands og íslands. Suðurmenn eða
Þjóðverjar voru sjaldgæfir gestir á íslandi enn sem koin-