Búnaðarrit - 01.01.1895, Qupperneq 81
77
ið var, en þó er eins getið 1215 í fylgd Snorra Sturlu-
sonar á alþingi.
Af Grágás eða lögum hins íslcnzka þjóðveldis má
og sjá nokkuð hvaða þjóðir komu til íslands, og oins
hvcrt íslendingar fóru. Þar sém talað er um laungetin
börn, er minst á mcnn frá Noregi, Hjaltlandi, Orkneyj-
um, Færeyjuin, Katanesi eða úr Noregs konungs veldi.
Við víg er getið um Dani, Svía, Norðinenn, og auk
þessara þjóða eru Bnglendingar sjerstaklega nafngreind-
ir af öðrum þjóðum, þar sem um erfðir er rætt. Hins
vegar er búizt við þvi, að íslendingar eigi dvöl í Noregi,
Grænlandi, Englandi, Vesturcyjum (Orkneyjum, Hjalt-
landi, Suðureyjum og Færeyjum), Dublin, Svíþjóð, Dan-
mörk, Saxlandi eða þar fyrir sunnan, og austur í
Garðaríki.
Nú heíir um stund verið rakið hverjir ráku verzl-
un milli íslands og annara landa, frá því að ísland
bygðist og þangað til þjóðveldið leið undir lok, og mun
það nú auðsætt, að mikil breyting hefir á því orðið.
Auðvitað er það, að eigi er hægt að fá næg skýrteini
um siglingar milli landa. Þau dæmi eru til, sem sýna
og sanna að þau kaupskip eru miklu færri, scm oss eru
kunn, heldur en hin, sem fóru á milli lauda og enginn
veit nú neitt um og um alla eilífð vorða geymd í
glcymskunnar djúpi. En svo mikið er þó kunnugt uin
siglingarnar landa í milli, að af því má fá glögga hug-
mynd um hverjir ráku verzlunina og hvernig það breytt-
ist. Það eru enn til nægar sannanir fyrir því, að verzl-
un íslendinga við önnur lönd var að mestu gengin úr
höndum þeirra, áður en þjóðveldisstjórnin leið undir lok,
og að hún var komin að mestu leyti í hendur útlendra