Búnaðarrit - 01.01.1895, Síða 89
85
er þykkri en hliðveggirnir og líka dyralaus, og getur
einnig, ef til vill, verið gluggalaus, lilifi fyrir norðan-
kuldanum. Hvort framdyr hússins eru látnar snúa mót
austri eða vestri, verður landslag að ráða.
Þó stutt sje síðan fyrst var bygt með fleirstæðu-
iagi, má næstum furðu gegna, hve fáir hafa tekið það
upp, jafn auðsæja kosti og það hefir fram yfir gamla
fjárhúsalagið. Það er auðvitað að margir þekkja þetta
fjárhúsalag ekki, en í þeim hjeruðum þar sem það er
orðið dálítið þekt, fjölgar þessum húsum heldur ekki
svo sem skyldi, þó sífelt sje verið að albyggja eða gera
við peningshúsin. Af vananum o. fl. orsökum finna
menn ekki til ókosta hins gamla fjárliúsafyrirkomulags,
og á það mikinn þátt í því, hve fleirstæðuhúsunum
fjölgar scint. Bn það, sem mest hamlar útbreiðslu
þeirra, mun þó vera hinn ímyndaði kostnaður við að
koma þeim upp. Það halda margir að lítt kljúfanda
sje kostnaðar vegna að byggja þau cða að minsta kosti
að það sje ofvaxið nema velefnuðum bændum. Kemur
slíkt eflaust af því, að þau í fljótu áliti sýnast vera
tiltölulega miklu stórkostlegri byggingar en mörg smá
hús. Hvað kostnaðinum við byggingu fleirstæðuhúsanna
viðvíkur, þá hefir enginn af þeim, er þau hafa bygt,
skýrt opinberlega, svo mjer sje kunnugt, frá kostnaði
þeim, sem hann hefir haft við að koma þeim upp, svo
menn hafi getað haft það til samanburðar við kostnað
hinna einstöku húsa, sem mörgum er kunnari af lang-
vinnri reynzlu. En það vill nú svo vel til að allir,
sem bygt hafa með þessu lagi og eg hefi haft spurnir
af, eru á sama máli um, að þau sje í engu kostnað-
arsamari að viðum, cn miklu kostnaðarminni að veggj-
um, en oinstök liús fyrir jafnan fjárfjölda. Sumir cru
jafnvel á þeirri skoðun, að það muni hcldur vera viðar-