Búnaðarrit - 01.01.1895, Page 94
90
ál. hæst, og er bezt að skýla þarmeð viðogtorfi; rjett-
ara er að liafa vegglægju en repta ,á svo þunnan vegg.
Með þessari aferð er það 2 manna verk á sumardegi
ap byggja vegginn og skýla af honum upp á þakið, ef
efni er við höndina, og er það því hjer um bil
6 kr. kostnaður í verki. Ekki þarf að gera ráð fyrir
neinum aukakostnaði á efni, því brúka má það aptur í
framhald hússins. Pegar flst.hús er ekki bygt að öllu
leyti samsumars, er nauðsynlegt að byrja hclrlur norðan-
til, svo gaflinn komi þar þegar, eins og hann á að vera,
til skýlis fyrir kuldaáttinni. Eg geri ekki ráð fyrir
að menn byggi minna en 2 hús af fleirstæðunni, en
geti inenn samt ekki komið upp nema einu húsi fyrir
efna cða tímaleysi, en þurfi þó þegar að brúka það,
mun það borga sig bczt að repta það upp til bráðabirgða
með vanalegu lagi, þótt það sje dálítill tviverknaður;
þá verður það hcldur ekki nema 3 ál. liá hlið, sem
skýla þarf fyrir, og aðalstafn (norðurstafn) hússins þarf
þá heldur ekki að hlaðast nema 3 ál. hár, þar sem
hann í bráðina gildir fyrir hinn hliðvegginn.
Fyrir utan að miklu kostnaðarminna er að byggja
þessi hús en hin einstöku, þurfa þau talsvert minna ár-
legt viðhald þegar frá líður og veggirnir fara að slitna,
með því að veggir þeirra eru svo miklu minni. Þau
eru einnig langtum loptbetri og þó hægra að verja þau
kulda en mörg einstök hús, þegar frost og hríðir ganga,
þvi að llötur sá, sem útiloptið leikur um, cr miklum
mun ininni en einstöku húsanna. Auk þess má í við-
lögum vel komast af með að opna að eins einar dyr á
flst.húsunum til þess að færa inn um snjó og annað,
er með þarf. í flst.húsunum er alt að þriðjungi fljótlegra
að hirða fjenað, heldur en í húsum, sem eru sitt í
hverju lagi, og verkið miklu þægilegra og skemtilegra