Búnaðarrit - 01.01.1895, Síða 96
92
að vera stórt til þess, að nokkurnveginn sjáist af þvi
um alt húsið.
Sá eini galli, sem eg veit til að þótt hafi vera á
flst.húsunum, er sá, að mjög hæpið hcfir þótt, að nokk-
urn tíma yrði hægt að búa svo út bakhlið hússins, að
heystæða verði höfð föst við hana eða bera megi heyið
upp á vegginn, eins og tíðkast á vanalegum fjárhúsum,
þar sem heyið er við gafi þeirra, en hliðveggur flst.
húsanna snýr að heystæðunni, og sökum tóttardyranna
er ekki hægt að hafa hálfsund í vegginn, eða á annan
hátt að fá halla eptir svo löngum vegg fyrir vatn það,
cr kemur bæði af bakhlið hússins og lieystæðunni. Það
hefir hingað til verið venjulegast að láta örmjóa geil
vera milli heysins og húsveggsins til þess að taka móti
vatninu af þökunum, og er rept og þakið yfir hana- á
haustin til varnar innfenni. í botni geilarinnar er haft
ræsi, lokað eða opið; tekur það móti vatninu og leiðir
burt. Nauðsynlegt er að tryggja geilina fyrir leka und-
an öllum tóttardyrum, þar som ganga verður með hey-
ið fram í húsin. Sama er að segja um hlöðu, að það
er mjög ilt viðfangs að láta sama vegginn gilda fyrir
hlöðuna og húsið; þetta er þó áríðandi, því að það hefir
ákaflega mikinn veggjasparnað í för með sjer. Þar sem
svo hefir liagað til, að grafa má hlöðu niður (hafa kjall-
ara í henni), hefir það þó sumstaðar verið gert; þar er
hægra viðfaugs með vatnshallann vegna þess að tröpp-
unum upp úr hlöðunni og frarn á húsjöturnar má haga
svo, að þær ljái svo til rúmsins, að dyrnar þurfi ckki
að ná eins hátt upp í vegginn, svo fá megi vatnshalla
eptir honum yfir dyrunum á báða vegi. Sumstaðar hafa
tóttardyr endahúsanna verið hafðar altof lágar til þess
að geta fengið vatnshalla eptir veggnum yfir þeim, en
það er svo mikill ókostur á hverju húsi, að slíkt eru