Búnaðarrit - 01.01.1895, Blaðsíða 97
93
vandræða úrræði. Par sem hlöður ekki verða, einhverra
orsaka vegna, grafnar niður, mun venjulegast að byggja
hlöðuna lausa við húsið með geil og ræsi á milli eins
og við heystæðuna, og cr gangur hafður úr hverjum
tóttardyrum út í hlöðuna og bygt yíir. Ivoma þá kist-
ur á milli hverra tóttardyra og er nauðsynlegt á haust-
in að gera þær fokholdar, því ef þær fyltust með fönn,
gætu þær í blotuni framleitt meira vatn en ræsið væri
fært um að taka á móti í einu. Þegar þessi tilhögun
er höfð, er vissara að hafa lokræsi en opið ræsi í geil-
arbotninum, þar sem það, báðum megin við allar tóttar-
dyr, gengur undir veggi. Það er eigi brýn nauðsyn að
hafa tóttardyraveggi í geilinni, en að eins láta tóttar-
dyr hússins og hlöðudyrnar standast á, en gcilin má
þá ómögulega leka undan tóptardyrunum. flvort scm
gert er, þarf geilin að vera svo rúmgóð, að hægt sje að
hreinsa hana upp, t. d. ef veggur bilar. Skólastjóri
Torfi Bjarnason í Ólafsdal ijet síðastliðið vor byggja
stórt flst.hús og hlöðu við, og brúkaði sama vegginn
undir húsið og hlöðuna, en gróf hana þó ekki niður.
Hann ljot hallann á veggnum snúa að húsinu, og kemur
þvi allur lekinn inn af innri veggbrúninni, en lokræsi
er haft bak við vegglægjustoðir cptir öllu húsinu og
út undan öðrum stafni þess; það tekur inóti vatninu og
leiðir það burt. Slá verður innan, á vegglægjustoðirnar
eða á annan hátt hindra það, að fjcð komist undir lck-
ann. Þó okki sje hlöður heldur heystæður við liúsin,
má hafa sömu tilhögun og bera hcyið upp á vegginn,
ef það þykir betra. Mjer er því miður ekki fullkunn-
ugt um þetta fyrirkomulag herra Torfa, en ef það gefst
vel, er þessi galli flst.húsanna alveg horfinn.
Eg hefi hugsað mjer enn þá eina aðferð til að nota
sama vegg fyrir hlöðuna og húsið. Það er að hafa