Búnaðarrit - 01.01.1895, Page 103
99
fljótlogt sje að láta fje inn og út og þægilegt sje fyrir
manninn að ganga um þær, þó hann hafl eitthvað með-
fcrðis. Fyrir fjárhúsadyrum ættu ætíð að vera sterkar
iiurðir, einnig þurfa öll hurðajárn, lamir og krókar, að
vera vel sterk. Til þess að loka dyrunum með, ætti að
brúka járnhespu, sem gengi upp á járnkeng i dyra-
stafnum miðjum, eins og sumstaðar tíðkast, þvi það
knýr menn til að hreinsa burt snjó og klaka, sem kann
að vera innan á dyrastöfum og þröskuldum, en þetta
geta menn opt látið sitja. kyrt, ef hurðirnar eru ein-
ungis bundnar aptur, og skemmir það þá hurðirnar og
veldur súg; böndin eru líka miklu ótryggari og gcta
húsin því fremur slitnað upp i hvassviðrum. Pað cr
farið að tíðkast hjá þeim mönnum, sem vilja hafa góða
tilhögun á pcningshúsum sínum, að láta hurðirnar ekki
vera í einu lagi, heldur hafa kvartilsbreiðan hlera efst,
sem hægt sje að láta vera opinn, þegar vill. Hlerinn
er hafður á ‘2 hjörum í dyratrjenu, og nægir að þær
sje úr gildum járnvír; fellur hlcrinn að hurðinni þeg-
ar hann er látinn aptur; er honum þá krækt í báða
dyrastafi; má því opna hurðina án þess hlerinn hreyfist
neitt. Krókur er hafður innan á hleranum, og er hon-
um krækt í lykkju fyrir ofan dyrnar að innanverðu
til þess að halda hleranum uppi þegar hann er hafður
opinn. Þessi tilhögun er nauðsynleg til þess að geta
ætið haldið sem beztu lopti í húsunum, en á því vill
opt verða misbrestur, einkum í hlákum og mollum fyrri
hluta vetrar. Þá er og einkar hentugt að geta lokað
húsunum að innan. Til þess þarf eigi annað en festa
trjeloku við hurðirnar, og reka járnkeng í dyrastafina
að innan, mátulega stóran til þess að lokan falli í hann.
Það er ekki mikill kostnaður, sem í þessu liggur, en á
hinn bóginn mikil fyrirhöfn og óþægindi, sem menn hafa
7*