Búnaðarrit - 01.01.1895, Page 105
101
fjeð verður svo opt útlits, einkum í litlum liúsum, cr í
rauninni óþarft að lýsa; flestir fjármenn munu hafa nóg
slík dæmi fyrir sjer, og flestir munu líka af reynzlunni
geta fallizt á, að það hafi skaðleg áhrif á heilsu og
þrif skepnanna, þegar þær hlotna þannig og hrekjast í
húsunum. Það er og önnur afleiðing af illa umbúnum
dyrum, sem vert væri að minnast dálítið á sökum þess
að margir veita því síður eptirtekt, en það er dragsúg-
urinn, sem tíðum er þó kafaldslaust sje. Þ>að hefir ver-
ið tekið fram af ýmsum, að fjárhús þurfi að vera drag-
súgslaus, cn samt er enginn ókostur almennari á fjár-
húsum en dragsúgur um dyrnar. Skaðsemi þessa drag-
súgs er alls enginn hugarburður. Það sýnir sig bezt,
ef fje er eitthvað veikt, hvað illa það þolir súg„ Bg
hefi t. d. vitað kindur spillast svo á einni nóttu af lungn-
aveiki, að þær hafa verið ólæknandi, og orsökin heflr
einmitt verið dragsúgur. Þegar bernæðingar eru, og
ekki er hægt að fá snjó til að fenna húsin með, ber
opt mikið á hósta í fje, þó að hann eigi sjer alls ekki
stað þegar logn er og hlýtt í húsunum. Nauðsynlegt
er að hafa hurðir fyrir öllum tóttardyrum, til að hamla
því að súgur og kuldi úr heystæðunni komist fram í
húsið; sjálfsagt cr að hafa þær á járnum, svo fljótlegra
sje að opna þær og iáta aptur, en hvorki þurfa hurð-
irnar eða járn þeirra að vera jafntraustar sem fram-
dyrahurðir, einungis að þær sje heilar. Það er og
þægilegast að hafa hurðirnar í tvennu lagi (vængja-
hurðir), er falli saman um miðjuna, þegar þær eru
látnar aptur, og getur líka verið nauðsynlegt, svo að
þær vcrði ekki fyrir fjenu, jicgar þær ljúkast upp fram
í jötuna, sem opt verður að vera þegar tóttardyrnar
fara lækkandi vegna hallans út af vcggnum og hæðin
er ekki nóg til að þær geti opnast inn að heystæðunni.