Búnaðarrit - 01.01.1895, Page 113
109
mjölið er og einimgis haft til áburðar, en kjötmjölið til
skcpnufóðurs.
Jafnvel þótt það standi nær oss íslendingum en
öðrum þjóðum að hagnýta mjölið, þar eð það er fram-
leitt í landinu, og meiri hluti landsmanna litir á kvik-
fjárrækt, þá hcíir þó áburðarmjölið mjög lítið verið reynt
hjcr á landi enn, og fóðurmjölið ekki heldur til neinna
muna. í fyrra vetur notuðu þó nokkrir bændur í Dýra-
flrði það handa skepnum sínum, einkum nautgripum.
Þoir sem reynt hafa mjölið, hafa þegar fengið mikið
álit á því sem fóðri, og telja að 1 pund af því muni
gilda á móti 4—6 pundum af töðu. Að sönnu hafa
fæstar af þessuin tilraunum verið svo nákvæmar, að
nokkuð verulegt sje hægt að byggja á þeim, því litlar
skýrslur hafa verið gerðar viðvíkjandi þessu; hjer cr
því einungis farið eptir því, sem menn hafa þótst verða
áskynja, en þótt slík reynzla sje ekki áreiðanleg, þá
verður því þó ekki neitað, að gamlir og reyndir bú-
inenn og fjármenn komast opt furðu nærri sannleikan-
um í ýmsu því, sem að kvikfjárræktinni lýtur, þótt þeir
haldi engar skriflegar eyðslu- og afurða skýrslur.
Síðastliðin vetur gaf eg lítinn tima nokkrum skepn-
um dálítið af mjölinu ásamt heyi. Af eptirfylgjandi
skýrslum má fá nokkra hugmynd um hvernig það
reyndist.