Búnaðarrit - 01.01.1895, Side 115
111
Frá 6,- -12. nóvcmber hrærði eg mest af því mjöli,
sem eg gaf lömbunum, saman við drykkjarvatnið, og
virtist mjer það gott til að venja þau við bragðið; að
sönnu (lrukku þau þá hcidur minna en annars, en þó
ekki til skaða. Þegar þau höfðu vanizt mjölinu saman
við vatnið, bjó eg til deig úr því; þrjú lömbin lærðu
þogar að jcta það, en tvö voru lengi treg til þess. 20.
—26. nóvember, hrærði eg mjölið út í hjer um bil l'/«
potti af vatni, tók siðan hcyvisk og ljet hana drekka í
sig mjölgrautinn, og hristi hana svo saman við hitt heyið.
Við þessu ljetu lömbin illa og leituðust altaf við að sneiða
sem incst hjá blautustu tuggunum, og hversu vel sem
eg blandaði mjölinu saman við lioyið, mun þó altaf hafa
orðið eptir af því í moðinu, sem þó var mjög lítið. Eg
hygg því, að það hafi einkum verið fyrir þessa ástæðu
— og einnig fyrir minna liita í húsinu en vant var
að lömbin ljettust á þessu tímabili. Eg vigtaði þau
ætíð um kl. 4 e. h. þegar þau voru búin að jeta seinni
gjöflna fyrir hjer um bil 1 klukku.st. Vatn ljet eg alt
af standa hjá þeim.
Kýrin, sem eg gaf mjölið, bar 10. nóvember, og
þann 16. var álitið að hún væri fullgrædd; hún
hafði þá verið í sömu nyt 2 eða 3 daga. Sje gert ráð
fyrir að hún hefði lialdið þeirri nyt á sjer frá 21.—27.
nóvcmber, hefði hún haft sömu gjöf, þá sjest að hún
hefir borgað mjölið, sem hún fjokk yfir þann tíma, með
12 pundum af mjólk. Eptir sama reikningi hefir liún
borgað þau 7 pund af mjöli, sem hún fjekk frá 28.
nóvcmber til 4. desember, með 16 pundum af mjólk,
sem er að tiltölu noklcuð minna, enda er það eðlilcgt,
þegar gætt er að ástæðunum. Eins og síðar verður
minzt á, er mjöliö mjög auðugt af koldgjafa-kendum
efnum; það eru því miklar líkur til, að þau efnasam-