Búnaðarrit - 01.01.1895, Blaðsíða 117
113
það getur hver dæmt það frá sínu sjónarmiði fyrir
því.
Frá 25. október til 5. nvóvember átu áðurnefnd 5
lömb 10 pund af góðu mýraheyi á dag. Um þennatíma
þyngdist hvcrt lainb að mcðaltali einungis 0,3 pund.
Hefðu þau lengur haft þessa sömu gjöf, þá myndi hún
hafa nægt þeim sem viðlialdsfóður um stuttan tíma, en orðið
svo oflítil. Pað er af því, að skepnan þarf því meira fóður
sem þroskunartíma hennar er komið lengra, því þrosk-
unareðlið er svo ríkt, að hún bætir við líkamssíœrdma,
þótt fóður honnar sje svo naumt, að hún geti ekki bætt
við Ukiimsþunr/ann, en eptir því verður líkaminn efna-
snauðari í samanburði við stærðina, — grindin stækkar
en innviðirnir minka, — og eptir því sem skepnan er
magrari og yfirborðsmeiri, eptir því þarf hún meira fóð-
ur. Eg ætla þvi að 10 pund á dag af mýraheyi hefðu
ekki gert betur en að nægja þossum 5 lömbum sem
viðhaldsfóður um alian tímann, og af því hcfðu þau þá
eytt 540 pundum; en þau. eyddu einungis 351 pd. af
því heyi, og 189 pd. af seinslegnu, hröktu og sinublönd-
uðu mýraheyi, sem eg ætla nóg að meta á móti 118
pd. af betra heyinu. Alls tel eg þá að þau hafi haft
jafngildi 469 pd. af góðu mýraheyi. Þau 71 pd. sem
vanta á viðhaldsfóðrið, má því ætla að mjölið hafi bætt
upp, og auk þess lagt til allan þyngdarauka lambanna.
Eins og skýrslan sýnir, þyngdust lömbin frá 24.
októbcr til 17. desember 175 pd. Sje efnasamsetning
fóðursins hæfilcg, þá bæta þau dýr, sem eru áþroska-
stigi, ekki mestmegnis litu við líkama sinn, eins og full-
þroskuð dýr gera, heldur einnig tiltölulega af öðrum
efnasamböndum, sein líkaminn er samansettur af, t. d.
holdgjafakcndum efnum og ýmsum steinefnum. En eins
Bftnaöarrit IX.
8