Búnaðarrit - 01.01.1895, Page 118
114
og kunnugt er, verða dýrin að fá öll þau efni, sem
veita þeim þroska, úr fóðrinu. Af þeim eru holdgjafa-
efnin talin dýrust, og mest athugavert að þau vanti
ekki í fóðrið. Hvernig sem stendur á, er ómögulegt að
hugsa sjer, að likami dýranna auðgist meir af þeim,
en sem svarar þeim meltanlegum holdgjafaefnum, sem
þau hafa í fóðrinu fram yfir það, er þau þurfa sjer til
viðhalds. Þar á móti má búast við að nokkuð af þeiin
gangi til fitumyndunar, einkum sje fóðrið mjög hold-
gjafa-auðugt. Mönnum hefir talizt svo til, að hjer um
bil 14,g°/0 af þunga lifandi sauðkindar í meðalholdum
sje að jafnaði holdgjafsambönd; eptir því eru þá 259
pd. af holdgjafasamböndum í 175 pd. af þunga lifandi
sauðkinda, eða því sein lömbin þyngdust. Bn til að fá
svo mikil holdgjafakend efni, þurfa nær því 48 pd. af
heyi, ef gert er ráð fyrir að í því sje 54°/0 af melt-
anlegum holdgjafaefnum, sem að líkindum er vel í lagt,
þótt gott mýrahey sje, enda mun fjármönnum naumast
takast að þyngja lömb meira með tilsvaranda heyi. Ept-
ir þessum reikningi eiga þau 20„2 pd. af kjötmjöli, sem
lömbunum voru gefin frá 6. nóvember til 17. desember
að hafa jafnast á við 119 pd. af góðu mýraheyi. En
eins og áður er sagt, fór talsvert til ónýtis af mjölinu
frá 20.—26. nóvember, og eins fyrstu dagana, á meðan
lömbin voru að læra að jeta það, svo eg þykist viss
um, að nóg sje að telja mjölið, sem þau átu, einungis
19 pund, og á þá hvert pd. af mjölinu að hafa sam-
svarað liðugum 6 pd. af góðu mýraheyi.
Til að dæma um gildi mjölsins fyrir mjólkurkýr,
er ekki nóg að taka einungis tillit til mjólkuraukans og
heysparnaðarins, heldur og til þess, livað það kemur í
veg fyrir mikla mjólkurrýrnun, hvað það fitar kýrnar
og bætir mjólkina. Mjólkuraulcinn og heysparnaðurinn