Búnaðarrit - 01.01.1895, Blaðsíða 125
121
kvillum. Þctta þurfa allir, sem nota mjölið, að hafa í
huga, einkum þar eð flestir hjer á landi eru óvanir við
að nota mjög kraptmikið fóður handa skepnum, og hugsa
því ef til vill líkt og bóndinn sem gaf kúnni sinni 1
pott af fóðurmjöli í mál; hann hjelt að hana munaði
það ekkert annars. Yíir höfuð heiir mjer fundizt mjöl-
ið borga sig því betur sem eg heii gefið minna af því.
Ekki vil eg ráða til að gefa lömbuin meir en 10—12
kvint á dag, með ljelegu heyi, og minna sje heyið gott.
Fullorðnu fje mun óhætt að gefa nokkru meira, eink-
um haíi það vanizt því lambsveturinn.
Meðan skepnurnar eru að venjast mjölinu, er ef til
vill ekki óráðlegt að blanda dálitlu af því saman við
drykkjarvatnið; á þann hátt venjast þær bragðinu fyr-
irhafnarlaust. Aptur á móti hefir það þann ókost, að
það vill setjast á botninn og þess vegna ódrýgjast, nema
því betur sje búið um vatnsílátið, svo ekki fari óhrein-
indi í það, og hægt sje að nota upp aptur og aptur það
sem sezt á botninn.
Að hræra mjölið út í vatni, og blanda því saman
við heyið, svo sem minzt er á hjer að framan, tel eg
ekki heldur hcppilegt, einkum sje heyið smátt og úr-
gangssamt. Skepnunum er lengi að lærast að sætta sig
við bragðið, sem kemur af því, þær velkja því fyrir
sjer, og vinna illa að, og ætíð má búast við, að meira
verði að sínu leyti eftir í moðinu heldur en var í því,
er skepnurnar átu. Þó getur þessi ókostur að nokkru-
leyti horfið, ef hestar jeta moðið.
Lang-heppilegast er að búa til dcig úr mjölinu og
gcfa það þannig. Þótt mörgum skepnum sje gefið það,
er deigtilbúningurinn ekki tilfinnanlegur. Bezt er að
hafa vatnið volgt, og væta mjölið í því nokkru áður
en á að hnoða það, síðan er gott að kreista og elta