Búnaðarrit - 01.01.1895, Blaðsíða 133
129
65—70 kr. Gcta þeir, er það vilja pantað sjer þessarkerrur
með tveimurhjólum hjá verksmiðjum. Einar Pinnsson veg-
fræðingur mundi fús að útvega mönnum, eða panta fyrir
menn þessar kerrur, sem og ýms önnur verkfæri, ef
þess væri óskað. Toríi í Ólafsdal selur kerrur sterkar
og vandaðar moð aldygjum og mógrindum á 140 kr.
7. Sleði, er mjög gamalt verkfæri, og var notaður
til íiutninga á undann vagninum. Sleðar eru mjög mis-
jafnir að stærð (lengd), en þeir sleðar, sem hestum er
beitt fyrir, eru sjaldan innan við 5 fet á lengd. Yana-
lega eru þeir 6—7 fet á lengd, og 2—21/,, fet á breidd,
og hver kjálki (meiður) 8—10 þuml. á hæð. Bezt er
að kjálkarnir sje ögn bungu-myndaðir, þannig, að þeg-
ar sleðinn liggur á vatnsrjettum fleti, að þá sje hann á
lopti með aptari brún fremstu rimar, og þeirrar öptustu
sem svarar 1 /2 þuml. Yerður sleðinn þá lausari fyrir og
ljettari í drætti. Betra er að hann sje járnaður að neð-
an og eins að framan. Fjóra hringi þarf að hafa í
hverjum sleða, sem hafa hæfilega stærð, er festir sje með
þar til gerðum kengjum 3'/2 þuml. á lengd. Sleðar ineð
líkri gerð og hjer er bent á eru mikið hentug verk-
færi, og geta opt komið að góðum notum, t. d. á vetr-
um þegar ísalög er yfir alt. Gengur vanalega einn
hestur fyrir sleðanum, og má í góðu færi hafa á þeim
4—5 hestburði.
8. Ahtygi eru nauðsynleg við allan akstur, bæði við
plóg, herfi, sleða o. s. fr. Kosta tvenn aktygi hjáTorfa
í Ólafsdal 35 kr.; eru þau með skozku lagi. Norsk ak-
tygi fást fyrir 25—30 kr.
9. Hemlar eru hafðir fyrir plóg og herfi þegar plægt
er og herfað. Gera þeir dráttinn ljettari, og eru því
alveg ómissandi; þurfa þeir því jafnan að fylgja plógn-
Búna&arrit IX. 9