Búnaðarrit - 01.01.1895, Qupperneq 140
136
sem tún eru ósljett, og ekki verður komið við slóðanum.
Taðvjelar hafa fengið nokkra útbreiðslu, einkum norðan-
lands og vestan, og eru þar notaðar og látið vel yflr.
Lýsing á taðvjelinni er í „Norðanf.11 20. árg. 1881, eptir
Oisla Sigmundsson trjesmið á Ljótsstöðum í Skagafirði,
þann er fyrstur kom henni á gang hjer á landi. Einnig
er minzt á hana og notkun hennar í „ísaf.“ 1894 tölubl.
70., og vísa eg til þeirrar greinar. Til þess að koma
taðvjelinni á gang, þar sem hún ckki er nú, væri vel
til fallið, að nokkrir menn í fjelagi, eða jafnvel hvert bún-
aðarfjelag pantaði sjer eina hjá einhverjum góðum smið,
er smíðar þær, t. d. Gísla trjesmið, sem fyr er nefndur,
Sigurði Ólafssyni á Hcllulandi í jHegranesi o. fl., og ljetu
svo smíða eptir henni fleiri eða færri eftir þörfum, ef
hún reyndist vel.
Hjer hefir þá verið minzt á nokkur verkfæri, sení
notuð eru við jarðyrkju og fl. hjer á landi. Yms flciri
áhöld mætti nefna, sem eg sleppi. Yera má og að þeirra
verði minzt annarstaðar í „Búnaðaritinu. Þájeru til á-
höld, sem annaðhvort eru að ganga úr gildi, t. d. páll-
inn, eða hafa reynzt miður hentug, t. d. plógskerinn.
Er honum lýst i „Nýjum fjelagsritum" 6. ári, 1846; einn-
ig er minzt á hann í „Þjóðólfi“ 4. ári, og „Gesti vest-
íirðing 4. ári 1850.
Þess ber að gæta, að því er öll verkfæri snertir,
að fara vel mcð þau og hirða vel um þau; hreinsa þau
vel þegar hætt er að vinna með þeim, og gcyma þau
á göðum stað, svo þau ekki ryðgi og slitni af áhrifum
lopts og lagar. Ef eitthvað bilar jiarf að gera við það
tafarlaust. Öll hreifimót þarf vel að smyrja, þegar verk-
værin eru notuð; eru þau þá liðugri og ganga betur. Á-
burður á verkfærin þarf að vera góður, og er til þess
hentug svínufeiti (fciti af grísum); cinnig má nota til