Búnaðarrit - 01.01.1895, Qupperneq 142
138
ur ljáinn á steininn, gcti sjálfur snúið honum með fót-
unum (stígið), en þurfi ekki að kafa annars manns hjálp
til þess. Með þeirri aðferð græðir eigandi vinnunnar
meira en margur mun gera sjer ljósa kugmynd um,
og sláttumennirnir fara alls ckki varhluta af kagnaðin-
um við það.
Eg set svo, að bóndi hafl einn vinnumann og einn
kaupamann, og þessir tveir menn gangi að slætti. Nú
getur maður gert ráð fyrir, að hver sláttumaður þurfi
að leggja ljáinn sinn á tvisvar sinnum á dag, að minsta
kosti á meðan verið er að slá túnið, og ef engjar eru
bitvandar; verður þá hinn sláttumaðurinn að hjálpa
honum með að snúa undir ijánum, en auðvitað fyrir
sömu borgun, því fólki getur þá verið svo varið, að
ekki sje öðrum til að dreifa. Sláttumennirnir halda því
báðir heim á ljáunum sínum þegar þeir borða skattinn-,
og leggja þá á, því það þykir þeim drýgra heldur en
leggja á sinn í hvert sinn, og gera þá- ferð heim til
þess, og verður þá stundum ekki haft tillit til þess,
hvort það er hinn hentugasti tími fyrir eggina í ijáunum.
Það mun láta nærri, að meðallagvirkur maður þurfi alt
að háifum klukkutíma til að leggja á ijáinn sinn í hvert
skipti, og eru þá þossir tveir menn að minsta kosti
1 kl.tíma að leggja báða ljáina á, og svo kemur aptur
sami tími, sem þessir menn þurfa, þegar þeir leggja á
seinna um daginn. Samtals verður það þá eins manns
vinna í 4 kl.tíma, sem eyðist frá slættinum til þessa
verks á hverjum degi, eða með öðrum orðum, hvor þess-
ara sláttumanna eyðir 2 kl.tímum á dag, öðrum til
þess að leggja á sinn eiginn ljá, og hinum til að snúa
undir ljá félaga síns. Nú geri eg meðal vinnutíma 12
—14 ki.tíma á dag, fyrir utan þann tíma, sem fer til
máltíða, og mun það vera vel í lagt, og sjest þá, að