Búnaðarrit - 01.01.1895, Síða 143
139
x/g—*/, af öllum viunutímanum gengur bcinlínis til
ljáálagningar hjá livorum sláttumanni, eða scm svarar
einum deigi af 6 eð 7 dögum, og 10 dögum af öllum
slættinum. Mjer þykir nú ljósast, að þessi útreikning-
ur sýnist í fyrstu vera fullur af öfgum og vitleysu.
En vilja menn þá ekki gera svo vel, að taka nákvæm-
lega eptir tímacyðslunni við ijáálagningaraðferð þessa,
og aðgæta hvort eg fer svo fjarri; eg veit líka, að það
yrði hoppilegasta ráðið til að opna augun á mönnum
fyrir j>essari skaðlegu og miklu tímaeyðslu, svo að hún
yrði skoðuð óalandi1. Hagræði það, scm bóndinn heíir
við að steinninn er stíginn, er að annar maðurinn spar-
ast algerlega, og vinnutöfin verður þess vegna helm-
ingi minni, sem ekki er svo lítilsvert eptir mínum reikn-
ingi. Þar að auki er eg sannfærður um, að maður sá,
sem leggur á steininn og stígur hann sjálfur, cr tölu-
‘) Það er kumiugt, að aHmikil) tími gengur til pess að leggja
á ljáinu, en cg hygg pð, að höf. gcri ofmikið úr þessu, þar sem
hann ætlar 2 möunum heila kl.stund til þcss að leggja á tvo ljái.
Ank þess cru unglingar eða kvcnmenn venjulega hafðir til þess
að snúa hverfisteininum. Það muD tíðkast í flestum sveitum, að
sláttumenn hafi hverfisteininn með sjer á engjarnar, og getur þá
hver lagt á, þá er houum þykir bezt fallið; þarf þá enginn eptir
öðrum að bíðu, og þá má láta þann snúa stcininum, er minstur
skaði þykir að missa frá öðrum heyverkum. En þðtt tafirnar sje
eigi bvo stórvægilogar sem höf. gerir ráð fyrir, þá eru þær þð all-
miklar, og er því mikilsvert, að gota l'uudið ráð til þoss að minka
þær. Þar scm höf. gerir ráð fyrir að menn sje 12—14 kl.stundir
við vinnu á dag að meðaltali, þá hygg eg að liann geri vinuutímann
oflangan. Eg efast um að dæmi sje til, að menn sje 14 kl.st. við
viuuu á dag, nema þá einstaka daga, þá er eitthvað sjerstakt kem-
ur fyrir. En eptir því sem vinnutíminn er styttri, eptir því verð-
ur sá tími meiri hluti af öllum vinnutímanuin, er varið er til að
leggja á ljáiua; verður þetta því til að færa það hlutfall nær rjottn
lagi, er höf. telur millum álagningartímans og alls vinnutímans.
Sœm. Eyjólfsson.