Búnaðarrit - 01.01.1895, Side 152
148
urs í staðinn fyrir klárurnar, og sáu menn iijótt, að
}>ær voru langtum lientugri og betri. Aðalkosturinn við
hrífurnar er, að þær raka miklu betur cn klárurnar,
tindarnir ýfa upp rótina, svo að smámuldi áburðurinn
gengur betur niður í hana, sömuleiðis er miklu Ijettara
að raka með þeim, því ekki þarf að halda þeim eins
fast niður og klárunum, og áburðurinn klessist ekki
nærri því eins undir þeim, þótt blautt sje. Ávinslu-
hrífur geta verið miklu ljettari en klárur, einkum þegar
þær eru búnar til úr hentugu efni, því þær mega vera
miklu grennri. Ekki má ætla, að áburðurinn verði mul-
inn með þeim eins og klárunum, það myndu tindarnir
ekki þola, enda er þess nú engin þörf lengur, þar sem
nú er kostur á, að hafa liin fijótvirku og hentugu áhöld
til þess, slóðann og taðmylnuna. Ávinsluhrífur eru 'að
öllu tilbúnar sem hoyhrífur, en hausinn og tindarnir
verða að vera nokkru gildari vegna ároynslunnar, og
einkum verða tindarnir að vera lengri.
6. Reiðingur.
Alstaðar á landinu oru reiðingar notaðir við flutn-
ing klyfja á hestum, og eru þeir þvi fleiri og færri til
á hverju heimili. Aldrei hefi eg sjeð neina eitt lag á
reiðingum, og er það að mínu áliti mjög ófullkomið og
óhentugt, einkum þegar útbúningurinn er eins ljelcgur
og hann er opt og tíðum. Það er undarlegt, hve sjald-
gæft er að heyra talað um endurbætur á jafn uauðsyn-
legu og kostnaðarlitlu áhaldi sem reiðingurinn er; það er
eins og menn álíti hann svo fullkominn, að engar end-
urbætur sje um að tala. En líklegast þykir mjer, að
hjer sje vananum um að kenna, að hann skyggi á galla
reiðingsins.
Eg ætla nú með nokkrum orðuin að lýsa reiðingn-