Búnaðarrit - 01.01.1895, Side 160
166
aðrar en þær, að fjárskoðanir fóru fram að vetrinum,
en sýning varð engin um vorið „sakir ótíðar“, og aldrei
mun framkvæmd hafa orðið á því síðar. Jarðabætur
hafa að líkindum ekki verið unnar að ncinum mun, og
á aðaifundi næsta ár, 1881, er svo til orða tekið í fund-
arskýrslunni, að „fjelagsmenn haíi ekki sjeð sjer fært
að ráðast í jarðabætur að þessu sinni, sakir fyrirfarandi
ótíðar og gadds í jörðu, aðrar en þær, að fara að búa
sig undir á þessu sumri að girða tún sín með
vírgirðingum og þrepi að neðan“. Á þeim fundi varð
það að samkomulagi mcð fundarmönnum, að auka fje-
laginu fje á þann hátt, að láta af hendi við það 1 á
hver, er skyldi seld á næsta hausti, og verðið svo lagt
í fjelagssjóð. Fjárskoðanir fóru fram þetta ár, en aðrar
framkvæmdir hafa víst verið litlar. Tala fjelagsmanna
hjelzt óbreytt.
Árið 1882 er það helzt að segja af fjelaginu, að
girðingavír var keyptur fyrir 108 kr., er 5 fjelagsm.
skiptu moð sjer, en ekki varð honuin komið í girðingar
„sakir þess, að við vantaði í staura“. Að jarðabótum
voru unnin um 40 dagsverk eptir skýrslu formanns;
þar af voru einir 90 □ faðm. túnsljetta, hitt skurðir og
vatnsstokkur til vatnsvcitinga á tún. Fjárskoðanir leggj-
ast niður, eptir því er sjeð verður á skjölum og gerða-
bók fjelagsins, og eru ekki teknar upp aptur fyr en
1890. Samskotasjóðurinn var þetta ár orðinn 156 kr.
og höfðu 11 menn lagt í hann. Fjelagar voru 17 eins
og fyrri.
Næsta ár. 1883, virðist áhugi fjelagsmanna frcmur
daufur. Þá var tvisvar boðað til aðalfundár; í fyrra
skíptið komu 5 fjel.m. á fund, svo fundi var frestað, en
í síðara skiptið komu að eins 8; „afrjeðu fundarmenn þá,
að telja fundinn lögmætan, fyrir því að ekki myndi