Búnaðarrit - 01.01.1895, Page 183
Ljábönd og orfhólkar.
Eitt af því er orðið hcíir til framfara í búnaði
manna hjer á landi á þessari öld er það, að menn hafa
tckið upp járnhólka, til að festa ljáina við orfin, í stað
ljábandanna, er áður tíðkuðust. Þeir menn fara nú
óðum fækkandi, er muna glögglega hvernig ljáböndin
voru, og vil eg því geta þcss, að ljábandið var löng ól,
alt að J/2 þuml. á breidd; var hún venjulega úr þykku
selskinni og stundum úr gömlu leðri, til þess að síður
tognaði á henni1. Áður en farið var að nota ljábandið
var það bleytt upp; ljárinn var bundinn með ljáband-
inu við orfið þannig, að byrjað var að vefja niður við
þjóbuginn og neðra enda orfsins, og vafið yfir endann á
ljábandinu; síðan var vafið eins fast og hægt var upp
eptir orfinu, svo langt sem þjóið náði, og öðrum enda
ljábandsins brugðið undir seinasta vafninginn; því næst
var fieygurinn rekinn á milli ljábandsins og þjósins á
ljánum. Fleygurinn var venjulega úr horni, stundum
úr beini, cn sjaldan eða aldrei úr trje, því hætt var
við að það klofnaði, er fieygurinn var rekinn; hann var
fiatur þeim megin er að þjóinu vissi, cn kúptur hins-
’) Smb. viðkvæðið við „Sl&ttumannekvæði11, er sumir eigna Hallgr.
Pjeturssyni:
„Því er laus í ljárinn
að ljábaudið er hrátt“.
12*