Búnaðarrit - 01.01.1895, Page 197
193
fasts Melsteðs og frú Steinunnar Bjarnadóttur Melsteð.
Hann er stofnaður af syni þeirra hjóna, Boga Th. Mel-
steð cand. uiag.; vöxtunum á að verja til að styrkja
bændur, einkum í Arnesþingi, til vagnkaupa og síðan
til skógarræktar þar í hjeraði. Á aukaþinginu, er háð
var þetta ár, náðu nokkrar þingsályktanir fram að
ganga, er búnað snerta og atvinnuvegi. Bin þeirra var
um stofnun brunabótasjóðs, og önnur um stofun almenns
ábyrgðarsjóðs fyrir íiskiveiðaþilskip á íslandi; var skor-
að á stjórnina að leggja fyrir næsta þing frumvörp um
slíka sjóði. Ein tillagan var um aukna tilsjón með út-
lendum fiskiveiðum við ísland.
Saiugönguhætur. Brýr voru lagðar á Flókadalsá
í Borgarfirði og Varmá í Ölfusi. Tekið var og að undir-
búa brúargerð á Þjórsá. Á kostnað landssjóðs var
unnið að vandaðri vegagerð í Borgarfirði, beggja megin
Hvítár, á Mosfellsheiði og á Hellisheiði.
Rannsókuarferð. Sœmundur Eyjólfsson fór að
tilhlutun Búnaðarfjelags suðuramtsins um Árnesþing,
Rangárvöllu og austur á Síðu; skoðaði hann vatnsveit-
ingar, er gerðar höfðu verið í því skyni, að græða upp
sanda (Klaustursand), og þótti honum þær hafa heppnast
eptir vonum. Ennfremur rannsakaði hann skóg í Þórs-
mörk, og ýmsar skógarleifar þar eystra, og tilraunir,
sem gerðar hafa verið til melræktar í Landsveit. Lengst
fjekkst S. E. við að mæla hvar vænlegast mundi að ná
vatni úr Þjórsá til áveizlu á Skeið og Flóa; hafði
sýslunefnd Árnessýslu hlutast til að mælingar þessar
yrðu gerðar. Þótti honum eigi gerlegt að ná vatni úr
Þjórsá annarstaðar en uppi undir Þrándarholti. Hann
gerði ráð fyrir að skurður þaðan, er flytti nægt vatn
13
Búnaðarrit IX.