Hugur - 01.01.1991, Síða 16

Hugur - 01.01.1991, Síða 16
14 Atli Harðarson HUGUR í riti sínu Gorgías lætur Platón Sókrates halda því fram að andleg heilbrigði, rétt breytni og hamingja fari saman þannig að andlega heilbrigður maður breyti rétt og sé hamingjusamur; Þeir sem breyta rangt séu aftur á móti ógæfusamir og sjúkir vesalingar. Ég held að það sé töluvert til í þessari kenningu Platóns. Takist að sýna fram á að hún sé rétt þá eru fundin rök fyrir því að skynsamlegar hugmyndir um hvernig mér sé best að lifa samrýmist ekki rangri breytni. En hvemig er hægt að sýna fram á að það sé ævinlega slæmt fyrir mann sjálfan að breyta rangt? Ein leið er kannski sú að skipta rangri breytni í tvo flokka eftir því hvort menn breyta rangt vitandi vits eða af vanþekkingu. Breyti menn rangt vegna þess eins að það sem þeir halda að sé fyrir bestu og siðferðilega rétt er í raun og veru slæmt eða siðferðilega rangt þá eru þeir væntanlega betur settir sé villa þeirra Ieiðrétt. Sé ævinlega betra að hafa sannar skoðanir en ósannar þá er sá sem breytir rangt af einni saman vanþekkingu verr settur en sá sem veit betur, það er honum því til góðs að breytast þannig að hegðun hans batni. Sá sem breytir rangt vitandi vits hlýtur annað hvort að skorta sjálf- stjóm eða hugsa sem svo að önnur rök vegi þyngra en siðferðileg rök. Ef okkur leyfist að gera ráð fyrir því að sjálfstjórn sé hverjum manni ævinlega til góðs þá megum við álykta að sá sem breytir rangt vegna skorts á sjálfstjórn væri betur settur ef honum auðnaðist að breyta rétt. í þeim tilvikum sem röng breytni stafar af vanþekkingu eða skorti á sjálfstjórn er sem sagt trúlegt að gerandinn væri betur settur ef hann breytti rétt. En við eigum eftir að svara spumingunni hvort það geti verið manni sjálfum til góðs að breyta rangt, hvort rétt gildismat (réttar skoðanir) og fullkomin sjálfstjóm geti samrýmst tillitsleysi eða siðleysi. Til þess að samrýma þetta þarf að láta önnur rök skáka siðferðilegum rökum. Hví skyldi það vera slæmt fyrir mann sjálfan að láta önnur rök en siðferðileg stundum hafa forgang? Kannski er heppilegra að orða þessa spurningu svona: Getur það verið til góðs fyrir mig að gera eitthvað sem ég sjálfur tel vera siðferðilega rangt? Til að svara þessari spurningu þurfum við að átta okkur á því að telji ég eitthvað vera siðferðilega rangt þá tel ég að enginn ætti að gera það. Af þessu leiðir að telji ég vera skynsamlegt fyrir mig að gera eitthvað sem er
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Hugur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.