Hugur - 01.01.1991, Qupperneq 18

Hugur - 01.01.1991, Qupperneq 18
16 Atli Harðarson HUGUR getur enginn litið afbrot sín af fullu raunsæi og látið sér standa á sama um þau. Annað hvort verður að taka siðferðilega afstöðu til þeirra og gera reiknisskil eða blekkja sjálfan sig með því að skálda einhverjar afsakanir eða lýsa verkinu rangt. Menn geta því í raun ekki valið milli þess hvort þeir láta siðferðileg rök eða önnur rök hafa forgang heldur aðeins milli siðferðis og sjálfsblekkingar. Sem dæmi um sjálfsblekkingar má nefna ýmsar aðferðir sem fólk notar til að komast hjá því að gera sér fulla grein fyrir eigin gerðum. Öfgafyllsta aðferðin er að gleyma þeim og neita að trúa frásögnum annarra. Fæstir ganga þó svona langt. Algengara er að menn telji sér trú um að þeir hafi verið neyddir til að gera eitthvað, eða að verk þeirra skipti engu máli og öllum sé sama eða að þeir hafi bara verið að hlýða skipunum, fara eftir reglum og þar fram eftir götunum. Einnig er algengt að menn rangfæri málavexti, telji sér til dæmis trú um að fórnarlömb illverka þeirra séu hvort sem er asnar eða ill- menni.7 Hljóti fólk sem breytir gegn betri vitund annað hvort að blekkja sjálft sig eða skorta sjálfstjórn þá virðist meira en sennilegt að röng breytni sé því sjálfu nær ævinlega til ills, því það er erfitt að hugsa sér að sjálfsblekkingar og skortur á sjálfstjórn sé nokkrum manni í hag. Ef þessi röksemdafærsla fær staðist þá getur fólk ekki allt í senn haft rétt gildismat, fulla sjálfstjórn, litið eigin verk og veruleikann í kringum sig af raunsæi og breytt rangt. Af þessu leiðir að frjáls vilji (þ.e. skynsemi og sjálfstjórn) er ekki hið einasta nauðsynlegt skilyrði siðferðis heldur er hann ásamt óbrengluðu veruleikaskyni (þ.e. raun- sæi) nægilegt skilyrði þess. 7 Það er athyglisvert að þótt skortur á sjálfstjóm sé oft talinn nokkur afsökun er sjálfsblekking sjatdan virt mönnum til vorkunnar. Og ef menn forherðast í ein- hverri blekkingu þannig að gildismat þeirra verði rangt þá hefur fólk því meiri fyrirlitningu á athæfi þeirra því brenglaðra sem gildismat þeirra er. Þetta kemur heim við þá skoðun Gregóríusar mikla páfa að af dauðasyndunum sjö sé hrokinn verstur, því hrokinn er eina syndin á lista Gregósíusar sem felur beinlínis í sér rangt gildismat. Sá hrokafulli ofmetur sjalfan sig, leggur rangt mat á eigið ágæti. Hinar dauðasyndimar (öfund, reiði, leti, ágimd, græðgi og lostasemi) geta allar samrýmst réttu gildismati þótt þær þurfi sjaldnast að leiða fólk langan veg áður en þær hafa glapið sýn þess á rétt og rangt.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Hugur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.