Hugur - 01.01.1991, Blaðsíða 90

Hugur - 01.01.1991, Blaðsíða 90
88 Hlutur ímyndunar íþekkingu HUGUR vitundar, eða eitthvert fyrirfram ákveðið lag sem öll vitund verður að hafa. Öll hin margbreytilegu fyrirbæri eru semsagt bundin saman og vitundin um bindingu þeirra eða sameiningu er um leið kjarninn í vitundinni um sjálfan sig. Kant vill nú halda því fram að eitthvað sé skylt með þeirri sameiningu hugmynda sem ér nauðsynleg til að geta haft vitund um samsemd sjálfs sín og þeirri sameiningu hugmynda sem verður er mér dettur f hug hiti við að sjá eld. í báðum tiifellum segir hann að ímyndunaraflið komi við sögu. í síðamefnda tilfellinu er það svokallað rauntækt ímyndunarafl sem kallar fram hugmyndir sem áður hafa verið gefnar í reynslunni en í hinu fyrrnefnda á að vera um að ræða sameiningu sem á sér stað í allri reynslu og hún á að tengjast ímyndunaraflinu líka. En nákvæmlega hvað er það sem þetta ímyndunarafl gerir, hvað er sameinað og hvernig? Tíminn skapar einingu meðal allra hugmynda Öll fyrirbæri sem hægt er að hafa einhverja reynslu af eru í tíma og rúmi; eða ef fallist er á að til séu staðreyndir sem ekki eru í rúmi þá eru allar hugmyndir í tímanum, þær hafa einhverja tímaafstöðu til allra annarra hugmynda, þær eru ýmist á undan, eftir, eða samtímis. En tímann og rúmið er ekki hægt að skynja út af fyrir sig án hinna margbreytilegu fyrirbæra sem í þeim eru. Þekkingu á rúminu og eiginleikum þess er aðeins hægt að hafa með því að þekkja hluti í því og tímann er aðeins hægt að þekkja með því að þekkja röð hluta í tíma. Og það þýðir að ég verð að gera mér grein fyrir einhverju samhengi eða sameiningu, eins og Kant segir. Til að öðlast vitund um rúmið verð ég til dæmis að draga línu, en ég hef ekki þekkingu á henni sem línu nema ég geri mér grein fyrir að allir punktar hennar mynda einingu. Punktar þessarar línu eru líka mergð og ef ég sæi ekki sameiningu þeirra þá gerði ég mér ekki grein fyrir að línan myndar einn hlut og þá þekkti ég ekki rúmið. Hið sama má segja um tímann. Til að hafa vitund um tímann verð ég til dæmis að sjá allt sem gerst hefur frá í gær þar til nú sem einingu. Hversu ólíkir sem atburðirnir kunna að vera sem gerst hafa síðan í gær þá verð ég að geta gert mér grein fyrir að þeir standa allir í sömu röðinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.