Hugur - 01.01.1991, Side 91

Hugur - 01.01.1991, Side 91
HUGUR Skúli Pálsson 89 Sjálfsvitundin er skilyrði þess að hægt sé að hafa vitund um einingu alls sem fyrir ber í tímanum. Þetta má sjá á því að ef ég veit ekki að ég er hinn sami hvað sem á gengur þá get ég heldur ekki vitað að heimurinn helst hinn sami og þá slitnar reynsla mfn í sundur og er ekki lengur reynsla. Eining þess sem er í tímanum felst í því að allt hefur einhverja tímaafstöðu til alls annars. Tímaafstaðan er aftur á móti ekki gefin í skoðun. Reynsluna má líta á sem röð einstakra gefinna viðburða en röð þeirra er ekki einstakur viðburður sem gæti verið gefinn. Þar eð afstaða hins einstaka er aldrei gefin þá verður skilningurinn að ákvarða hana til að hægt sé að hafa vitund um það. Þessvegna eru allir einstakir viðburðir reynslunnar settir í ákveðið samhengi um leið og þeir verða hluti af reynslu. Þetta þýðir samkvæmt Kant að hér eigi sér stað sameining og hann telur að hún sé verk ímyndunaraflsins eins og önnur sameining hugmynda. En sú tegund sameiningar sem hér um ræðir er samt af allt öðru tagi en þegar hugmyndirnar um gull og fjall eru sameinaðar. Hið einstaka sem gefið er í skoðun setur ímyndunaraflið alltaf saman í einhverja mynd. (Þetta er síðan útfært þannig að hægt sé að skynja veruleikann í tólf myndum og samsvara þær hinum tólf hreinu skilningshugtökum eða riðlum.) Þetta er sameining sem verður að eiga sér stað til að yfirleitt sé hægt að öðlast hugmyndir um gull og fjöll og þessvegna kallar Kant þetta forskilvitlega sameiningu ímyndunaraflsins. Þetta má ekki skilja þannig að tímaröð sé „tóm ímyndun" og sé ekki til í raun og veru. Það sem skiptir máli er að út frá því skilyrði að sjálfs- vitundin haldist ein og söm má leiða nauðsyn þess að tala um sam- hengi heimsins. Af nauðsynlegri samsemd sjálfsvitundarinnar má leiða að í heiminum ríki nauðsynlegt samhengi. Niðurstöður og umhugsunarefni Kenningin um ímyndunaraflið er eiginlega kjami þess sem mörgum þykir ótrúlegt og jafnvel fáránlegt í heimspeki Kants, því að ef ímyndunaraflið skapar tímaröðina og stöðu hlutanna í rúmi, og þar sem allur heimurinn er í tíma og rúmi, er hann þá ekki að halda því fram að heimurinn sé bara tóm ímyndun? Er þetta ekki hughyggja af verstu tegund? Þetta hefur verið orðað sem svo að kenningin sé í mótsögn við innsta eðli þekkingarinnar, því hún er alltaf þekking á einhverju sem er óháð okkur en Kant virðist vera að halda því fram
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Hugur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.