Hugur - 01.01.1991, Blaðsíða 104

Hugur - 01.01.1991, Blaðsíða 104
102 Agúst Hjörtur Ingþórsson HUGUR eftir öðrum. En svona gat Weber ekki leyft sér að tala þrátt fyrir ónotahroll gagnvart þróuninni vegna þess að hann var búinn að gefa frá sér skynsemishugtakið. Raunar finnst mér freistandi að ganga svo langt að segja að Weber hafi alls ekkert verið að fjalla um skynsemi þegar hann lýsti í löngu máli framsókn skynseminnar. Hann bara slysaðist til að þvæla því hugtaki inn í dæmið. Framsókn skynseminnar er þá framsókn ákveðins viðhorfs til þess hvernig menn takast á við lífið. Weber er samkvæmt þessari túlkun að skýra hvers vegna menn og hópar gera það sem þeir gera og veitir því réttilega eftirtekt að venjur fjúka út um gluggann, menn reyna að láta tilfinningarnar hafa minna að segja í ákvörðunum og framkvæmdum og láta ekki skoðanir eða trú (sem mönnum fannst vera vafasamur vísindalegur grundvöllur undir athafnir sínar) hafa of mikil áhrif. Þannig benti Weber á ákveðið viðhorf manna sem var í mikilli útbreiðslu, og er enn útbreitt, til þess hvemig menn eigi að takast á við tilveruna. „Framsóknin" felst í því einu að menn verða sífellt skilvirkari í athöfnum sínum; þeir ná markmiðum sínum betur með minni tilkostnaði en áður og í því er framsóknin, og þá væntalega framförin, fólgin. Að kalla þetta fram- sókn skynseminnar er því að gefa þessu viðhorfi meira en það rís undir; að sönnu er það skynsamlegt innan vissra marka, en að það eitt sé skynsamlegt er út í hött. Það er engan veginn sjálfgefið að menn séu betur settir í einhverjum gæðaskilningi; til þess að svo sé þurfa markmiðin að vera þess virði að þeim sé náð.16 16 í umræðum aö fyrirlestrinum loknum hélt Þorsteinn Gylfason prófessor því fram að um reginmistök væri að ræða hjá mér þcgar ég talaði um framsókn skynseminnar — þar væri miklu nær að tala um framsókn hagræðingarinnar eða einfaldlega um hagræðingu. Enda virtist Þorsteinn álíta að allir skynsamir menn vissu að Vernunfl þýðir skynsemi og ralionalitát þýðir hagræðing. Þar með mætti ætla að ekki væri heil brú í röksemdafærslunni. Þessi þýðing getur svo sem gengið, ef menn telja skynsamlegt að tala um hagræðingu hugsunarháttar eða lífsviðhorfa! En með þessari gagnrýni er Þorsteinn einmitt að taka þátt í því sem kalla má merkingarlega „hagræðingu" skynsemishugtaksins — hagræðingu sem ég er að gagnrýna Weber fyrir að hafa stuðlað að. Og hluti af hagræðingunni, bæði hjá Þorsteini og Weber, er að gleyma margræðni þýska orðsins rationalitát og enska orðsins rationality, svo ekki sé minnst á rationalization. Þessi margræðni veldur m.a. þeim ruglingi sem Habermas hefur gagnrýnt Weber fyrir og áður er vísað til (sjá nmgr. 7). Þetta tengist kjama annarrar gagnrýni sem Þorstcinn hafði fram að færa og var á þá lund að ég gerði engan greinarmun á fræðimanninum Weber og þeirri félags- fræðilegu greiningu sem hann stundaöi annars vcgar, og hins vegar manninum Weber sem átti það til að stíga í stól og messa þar sínar aldeilis ófræðilegu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.