Hugur - 01.01.1991, Side 112
110
Agúst Hjörtur Ingþórsson
HUGUR
IV
Ef ég reyni að draga saman rök mín fyrir því að hafna stjórn-
spekikenningu Webers, þá voru fyrstu andmæli mín þau að hún nær
engan vegin því markmiði sem að var stefnt. Hún er sem sagt ekki
skynsamleg í skilningi Webers!
Það má hnykkja á þessu með því að benda á að öndvert við
kenningu Webers þá dafna skrifræðispúkinn og leiðtogapúkinn
prýðilega saman á fjósbita forræðis- og flathyggjunnar. Þjóni
skrifræðispúkinn leiðtogapúkanum vel, þá vill leiðtoginn fyrir alla
muni efla skrifræðið svo þjónustan verði enn betri; og svo tútna þeir
báðir í takt á fjósbitanum.
Sem betur fer er samkomulagið ekki alltaf fullkomið, heldur er
þvert á móti mikið um rifrildi. Einu leiðtogarnir sem ég man eftir í
svipinn sem virkilega réðu yfir skrifræðinu voru þeir Stalín, Hitler og
Mussolíní. Þjóðfélög þeirra eru gott dæmi um hvernig púkarnir
nærast hvor á annars óskunda; því öflugri sem vélin varð í höndum
þeirra, því meiri vitleysu gátu þeir hrundið þjóðum sínum út í og því
minna fór fyrir frelsi þegnanna.
Þá er að víkja að gildisskynseminni — og er spurningin einfald-
lega þessi; er það gott, eða réttlátt, þjóðskipulag sem byggir á mjög
sterkum leiðtoga og mjög sterku skrifræðiskerfi?
Svar mitt er stutt og laggott: Það hníga öll rök að því að slíkt
stjómskipulag sé slæmt og því óskynsamlegt. Ég ætla að freista þess
að lokum að rökstyðja þessa hugsun í örfáum orðum.
Ef það er rétt ályktun hjá mér að sterkur leiðtogi styrki skrifræðið
og dragi þannig úr frelsi, þá má leiða af líkum að veikur leiðtogi sem
enga stjóm hefur á skrifræðinu, eigi tveggja kosta völ; að gangast
skrifræðinu á hönd, eða gera sitt ýtrasta til að draga úr áhrifum þess.
Þar sem freistingin er augljóslega mikil að velja fyrri kostinn, virðist
mega ætla að skynsamlegt sé að hafa leiðtogana sem flesta og skipta
sem oftast um þá. Með öðrum orðum, þá má ætla að því meira
lýðræði — í þeim skilningi að lýðræði aukist eftir því sem fleiri hafa
meiri áhrif á úrslit mála — því minni hætta stafi af skrifræðinu. Það
skondna í þessu öllu er auðvitað að Weber benti sjálfur á að lýðræðið
myndar mótvægi við skrifræðið, án þess þó að vilja mæla með
Lýðnum í stað Leiðtogans.