Hugur - 01.01.1991, Qupperneq 112

Hugur - 01.01.1991, Qupperneq 112
110 Agúst Hjörtur Ingþórsson HUGUR IV Ef ég reyni að draga saman rök mín fyrir því að hafna stjórn- spekikenningu Webers, þá voru fyrstu andmæli mín þau að hún nær engan vegin því markmiði sem að var stefnt. Hún er sem sagt ekki skynsamleg í skilningi Webers! Það má hnykkja á þessu með því að benda á að öndvert við kenningu Webers þá dafna skrifræðispúkinn og leiðtogapúkinn prýðilega saman á fjósbita forræðis- og flathyggjunnar. Þjóni skrifræðispúkinn leiðtogapúkanum vel, þá vill leiðtoginn fyrir alla muni efla skrifræðið svo þjónustan verði enn betri; og svo tútna þeir báðir í takt á fjósbitanum. Sem betur fer er samkomulagið ekki alltaf fullkomið, heldur er þvert á móti mikið um rifrildi. Einu leiðtogarnir sem ég man eftir í svipinn sem virkilega réðu yfir skrifræðinu voru þeir Stalín, Hitler og Mussolíní. Þjóðfélög þeirra eru gott dæmi um hvernig púkarnir nærast hvor á annars óskunda; því öflugri sem vélin varð í höndum þeirra, því meiri vitleysu gátu þeir hrundið þjóðum sínum út í og því minna fór fyrir frelsi þegnanna. Þá er að víkja að gildisskynseminni — og er spurningin einfald- lega þessi; er það gott, eða réttlátt, þjóðskipulag sem byggir á mjög sterkum leiðtoga og mjög sterku skrifræðiskerfi? Svar mitt er stutt og laggott: Það hníga öll rök að því að slíkt stjómskipulag sé slæmt og því óskynsamlegt. Ég ætla að freista þess að lokum að rökstyðja þessa hugsun í örfáum orðum. Ef það er rétt ályktun hjá mér að sterkur leiðtogi styrki skrifræðið og dragi þannig úr frelsi, þá má leiða af líkum að veikur leiðtogi sem enga stjóm hefur á skrifræðinu, eigi tveggja kosta völ; að gangast skrifræðinu á hönd, eða gera sitt ýtrasta til að draga úr áhrifum þess. Þar sem freistingin er augljóslega mikil að velja fyrri kostinn, virðist mega ætla að skynsamlegt sé að hafa leiðtogana sem flesta og skipta sem oftast um þá. Með öðrum orðum, þá má ætla að því meira lýðræði — í þeim skilningi að lýðræði aukist eftir því sem fleiri hafa meiri áhrif á úrslit mála — því minni hætta stafi af skrifræðinu. Það skondna í þessu öllu er auðvitað að Weber benti sjálfur á að lýðræðið myndar mótvægi við skrifræðið, án þess þó að vilja mæla með Lýðnum í stað Leiðtogans.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Hugur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.