Hugur - 01.01.1991, Side 122

Hugur - 01.01.1991, Side 122
120 Ritdómar HUGUR Það er fjarlægðin frá frumtextanum, frá hinni andlegu villibráð sem veldur mestum vonbrigðum við lestur Hugmyndasögu. Þetta hefði mátt lagfæra að hluta með því að flétta gómsætar tilvitnanir inn í meginmál bókarinnar. Síðar mætti einnig gefa út hefti með völdum lesköflum á sviði hugmyndasögu. Það mætti orða þetta svo að ástríðuþungann vanti í bókina. Og sé hann einhvers staðar að finna er það ekki á sviði hugmyndasögu heldur á vettvangi stjóm- málasögu. Höfundurinn hefur bersýnilega mikinn áhuga á stjómmálasögu og sögu kvenfrelsisbaráttu. Þannig fjallar hann oft ágætlega um sögu stjórnmála- hugmynda (t.d. um náttúmrétt) en virðist svo gleyma sér við frásögn atburða á sviði stjórnmálasögu. Honum verður tíðrætt um atburði f sögu Sovétríkjanna en ræðir svo ekki um það hvemig Lenín og Stalín hafi byggt á hugmyndum Marx og Engels. Höfundurinn minnist oftar en einu sinni á þrælahald en hins vegar ræðir hann ekki skilmerkilega um kynþáttahatur né hvemig það hefur oft verið stutt á vísindalegan hátt. Þetta hefði síðan mátt tengja saman við sögu kvenfrelsisbaráttu því ekki hefur skort hugmynda- fræðilega réttlætingu á því að hlutskipti kvenna og annarra minnihlutahópa væri „eðlilegt". Að því leyti skortir umræðu í bókina um það þegar nær dregur nútímanum hvemig hugmyndir eru oft notaðar til að réttlæta ríkjandi þjóðfélagsástand og forréttindi valdastétta. Ef fjalla á um jafn langt tímabil og gert er í þessu verki er þörf jámaga við smíðina. Annars er hætta á því að allt fari úr böndum. Það er gerlegt og hefur verið gert áður, sbr. The Great Chain ofBeing (1936) eftir Arthur O. Lovejoy sem var einn helsti brautryðjandi á sviði hugmyndasögu fyrr á öldinni. í þessu verki er fjallað um þróun þeirrar hugmyndar frá tímum Fomgrikkja að unnt sé að raða öllum tegundum lífríkisins í eina langa keðju frá því lægsta til hins æðsta. Unnt er að skrifa ámóta sögu hugmynda í stjörnufræði og náttúruheimspeki (um einfaldleika, löghyggju, tvíhyggju o.s.frv.). En það verður að vera ljóst frá upphafi hvert sé grundvallarsjónarmiðið við ritun verksins og fylgja því svo í hvívetna. Gallinn við hugmyndasögu þar sem saga einnar hugmyndar er rakin í margar aldir eða árþúsundir er hins vegar sá að þá glatast oft tækifæri til að rannsaka margbrotið samband hugmynda í hringiðu hverrar samtíðar. Menn stytta sér leið með því að einblína á hugmyndimar sjálfar í stað þess að virða fyrir sér hvemig hugmyndirnar mótast á líðandi stund í samfélagi manna. Þessum jámaga hefur ekki verið beitt við ritun Hugmyndasögu og við það hafa öll hlutföll bókarinnar riðlast. Fyrri hluti bókarinnar fram á daga upplýsingarinnar er nokkuð heillegur þó of miklu púðri sé eytt í það sem flokkast undir almenna mannkyns- og stjómmálasögu og því verði hann hlut- fallslega of langur. Það hefði verið hægt að nýta sér þessa umfjöllun á sviði hugmyndasögunnar með því t.d. að velta því fyrir sér á hvaða hátt fomgrísk menning hafi eflst vegna Iýðræðishátta í Aþenu, þ.e. menn urðu að gaumgæfa vel ýmis grundvallarsannindi og ræða um þau opinberlega. Flatarmyndafræði
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Hugur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.