Dvöl - 01.09.1936, Blaðsíða 5

Dvöl - 01.09.1936, Blaðsíða 5
Sept.—okt. 1936 D V Ö L bardagasvipur íi andlit fram- kvæmdastjórans, þegar hann hugs- aði um þetta atvik. En svo brosti hann, því að það lá svo dæmalaust vel á honum. Hann var fótgangandi á leið heim eftir prýðilegan hádegis- verð í Hong-Ivong og Shanghaí bankanum. Það var engin skömm að borðhaldinu þar. Maturinn fyrsta flokks og nóg að drekka. Hann hafði byrjað <með nokkr- um „cocktails", svo kom ágætis hvítvín og að lokum fékk hann sér (vö glös af portvíni og nokk- ur staup aí gömlu og g'óðu brennivíni. Honum leið vel. Og þegar hann fór, gerði hann það, sem sjaldan kom fyrir hann; hann gekk. Burðarkarlarnir hans komu í humátt á eftir honum með burðarstólinn, ef honum skyldi detta í luig að vilja tylla sér í hann, en hann naut þess að reyna þetta á fæturna. Hann hreyfði sig ekki núg núna upp á síðkastið. Síðan hann varð of þungur til þess að geta farið á hestbak, var svo erfitt að fá nokkra hreyfingu. En hann gat samt átt hesta ennþá, þótt hann væri orðinn of þungur til þess að sitja þá, og þegar hann lötraði þarna áfram í veðurblíðunni, var hann að hugsa um vorkappreið- arnar. Hann átti tvo hesta, sem hann var vongóður um og einn af strákunum, sem unnu á skrif- stofunni, hafði sýnt, að hann var efnilegur knapi (hann myndi ekki 275 láta þá snúa á sig — og Higg- ins gamla í Shanghai yrði sjálf- sagt fús til þess að leggja eitt- hvað að mörkum, svo að hægt yrði að koma honum þangað). Hann taldi sjálfum sér trú um, að hann ætti beztu hestana í borginni. Hann ]>andi út brjóstið og reigði sig. Það var indælt veður í dag og gaman að lifa. Hann nam staðar, þegar hann kom að kirkjugarðinum. Þarna var hann, snotur og vel hirtur, eins og tálandi tákn um vel- nregun þessa bæjarfélags. Hann íór aldrei svo framhjá kirkju- garðinum, að ekki vaknaði hjá honum dálítið stauilæti. Hann var upp með sér yfir því að vera Englendingur. Og kirkjugarðurinn hafði verið settur á þann stað, sem í ])á daga var talinn einskiS virði, en þegar bærinn stækkaði, varð þetta land mjög verðmætt. Það hafði komið til orða að færa grafreitinn á annan stað og selja landið sem hússtæði, en þessi tillaga mætti andstöðu meðal bæjarbúa. Framkvæmdastjórinn fann til ánægju við að hugsa um, aðhinirdauðu skyldu h'víla i verð- mesta landi eyjarinnar. Það sýndi, að til var það, sem menn hugs- uðu meira um en peninga. Burt með alla peninga ! Þegar um það var að ræða, sem „máli skipti*, (þetta var uppáhalds orðtak hans), já, þá minntust menn þess, að peningarnir voru ekki fyrir öllu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.