Dvöl - 01.09.1936, Blaðsíða 60
330
D V Ö L
Sept. —okt. 1936
áttu l)eir enn eftir sjö mílur ófarn-
ar. Þeir sátu utan við veginn,
þar sem gata lá þvert yfir hann
og meðfram skógi; þeir voru að
hvíla hnéð og töluðn úm lífið og
tilveruna, eins og ungum mönn-
um er títt. Báðir voru rúm sex
fet á hæð, en afar-grannir; As-
hurst var fölleitur, hugsandi og
dálítið viðutan, Garton skrítinn
i útliti, nreð mikið, hrokkið hár,
og minnti ofurlitið á villimann.
Þeir voru báðir mikið fyrir skáld-
skap. Hvorugur var með hatt og
hárið á Aslmrst var ljóst á lit-
inn og mjúkt, lá í bylgjum, sem
risu hátt að utan báðnmegin,
eirts og hann væri alltaf að kasta
])vi aftur; hárið á Garton vareins
og dökkt, ófært skógarþykkni.
Þeir höfðu ekki hitt nokkra sál
svo klukkutímum skipti.
„Góði minn,“ sagði Garton,
„meðaumkunin er bara aífeiðing
sjálfsvitundarinnar; hún er sjúk-
dómur síðustu fimm þúsund ára.
Heimurinn var hamingjusamari
án hennar."
Ashurst fylgdi skýjunum eftir
með augunum og svaraði:
„Hún er sa.mt perla þessarar
tilveru."
„Blessaður vertu, öll óhamingja
vorra tíma stafar af meðaumk-
uninni. Hugsaðu þér dýrin, og
Indíánana, sem aðeins finna til,
þegar móti þeinr sjálfum blæs;
og hugsteðu þér svo, hvernig við
erum — aldrei lausir við kvalir,
vegna þess að aðrir nrenn hafa
tannpínu. Við skulum hverfa aft-
ur á það stig, að finna ekki til með
neinum og þá munu betri tímar
koma yfir okkur.“
„Þú getur aldrei breytt satn-
kvæmt þessum kenningum þín-
um.“
Garton strauk hárlubbann og
var hugsi.
„Ef menn vilja öðlast fullan
þroska, tjáir ekki að vera hör-
undssár. Það er ekki rétt að neita
sér um að verða hrifinn. Hvers-
konar hrifning er til góðs — hún
auðgar 1 ífið. “
„Já, og svo þegar hún stríðir
gegn ábyrgðartilfinningunni?“
„Ó, þetta er svo enskt! Þegar
talað er um hrifningu, hakþi Eng-
lendingar alltaf, að átt sé við
eitthvað likamfegt,.og hneykslast.
Þeir eru logandi hræddir við á-
stríðnna, et^ ekki girndina —
ó-nei — ekki meðan þeir geta hald-
ið henni leyndri.“
Ashurst svaraði ekki; hann
hafði slitið upp blátt smáblóm
og hélt því upp og sneri því
milli fingranna. Gaukur fór að
gala í tré skammt frá. Himin-
hvolfið, blómin, fuglasöngurinn!
Þetta voru öfgar hjá Robert! Og
hann sagði:
„Jæja, við skulum halda áfram
og leita uþpi einhvern bóndabæ,
þar sem við getum gist.“ Um
leið og hann sagði þetta, tók
hann eftir stúlku, sem kom ofan
af heiðinni rétt hjá þeim. Hana
bar við loftið, hún'hélt á köríu