Dvöl - 01.09.1936, Blaðsíða 44
314
D V Ö L
Sept,—okt. 1936
Tvær skáldsögur
Guðmundur Daníelsson:
llmur daganna,
skáldsaga, framhald af
Bræðurnir í Grashaga. —
Útgef. ísafoldarprentsm.
h.f. Rvik 1936.
Nú í haust sendi Guðmundur
Daníelsson frá sér aðra skáldsögu
sína „Ilmur daganna“, og er hún
„kannske öllu heldur um loðfeld-
inn.“ Það var þögn nokkrar mín-
útur, svo hélt hann áfram:
„Ég hugsa líka um dáiítið ann-
að. Ég hugsa um það, að þessi jól
eru þau síðustu, sem við höldum
hátíðleg sameiginlega.------
Ég er læknir og veit, að ég á
ekki marga daga ólifaða. Ég er
fullkomlega viss um það. Ég vil
því þakka þér alla þá vinsemd og
greiðvikni, sem þú hefir auðsýnt
mér og konu minni nú í seinni tíð.“
„Ó, þú hefir á röngu að standa,
sem betur fer,“ mælti Richardt og
leit snögglega upp.
„Nei,“ svaraði Henek, „því fer
f jarri. Og ég vil einnig nota tæki-
færið og þakka þér, að þú iánaðír
mér loðfeldinn þinn. I honum hefi
ég lifað mína síðustu ánægju-
stundir í þessu lífi.“
Haraldur Guðuason þýddi.
framhald af „Bræðurnir í Gras-
haga“, en sú bók kom út í fyrra-
haust og fekk þá all-misjafna
dóma.
„Ilmur daganna“ er betri bók
en „Bræðurnir í Grashaga“ og
ekki hvað sízt sökum þess, að í
henni finnur höfundurinn sig bet-
ur sjálfan — er sjálfstæðari og
um leið frumlegri, þótt mikið vanti
á að hann sé laus við áhrif frá
því stóra fordæmi, sem svo mörg-
um verður starsýnt á. Eftir lest-
ur þessarar bókar getur þó eng-
um dulizt, að hér er efnilegur mað-
ur á ferð — efnilegur rithöfund-
ur, ef hann gætir sín og minnist
þess, að hann hefir efni á að fara
sínar eigin leiðir.
Geri hann það, má mikils af
honum vænta.
Það er ekki algengt, að ungir
höfundar hafi sinn eigin stíl. Flest-
ir kjósa þeir að sigla í kjölfar ann-
ara stærri og gæta þess þá oft
ekki hvert straumurinn ber þá,
eða, að þeir eru leiksoppar afla,
sem þeir hvorki skilja né ráða við.
Á þessu brenndi Guðmundur sig
líka í fyrri bók sinni „Bræðurnir
í Grashaga", en hann hefir tekið
sig á og kýs nú heldur að fara sín-
ar eigin götur, að svo miklu leyti,
sem unnt er — og forðast troðn-
ingana, þótt gengnir hafi þeir ver-