Dvöl - 01.09.1936, Blaðsíða 50
320
D V Ö L
Sept.—okt. 1936
»Að handan«
Góðkunnur Skagfirðingur, Pét-
ur Jónsson frá Nautabúi, hefir
sagt ritstjóra Dvalar eftirfarandi:
Nokkru eftir andlát hins ágæta
bragsnillings Andrésar Björns-
sonar, komum við, fáeinir vinir
hans og frændur, saman við’borð
og reyndum að ná sambandi við
hann. Við höfðum mjög ófullkom-
inn útbúnað, en stöfuðum okkur
samt fram úr peim merkjum, er
„borðið“ gaf og virtust koraa ,að
handan.*1 Eftir að við héldum, að
við værum búnir að ná tali af
Andrési, fórum við pess á leit
áð hann gerði vísu, sem Sann-
færði okkur betur um nærveru
hans. Þá ,stafaði“ borðíð sam-
stundis pessa vísu:
Ef pið. stafa eruð fróð,
upp svo grafið stefið.
Er pá vaíi að ég ljóð
ykkur hafi gefið?
af ungum stúlkum í Hollywood,
sem lifa á því að gera ný föt
gömul. Á tuttugu mínútum breyta
þær spánýjum og fallegum karl-
mannsfötum í snjáða, blettótta og
gatslitna fatagarma. Til þess að
ná þessum árangri nota þær sand-
pappír, kaffikorg, krulluvélar
o. m. fl.
Menntamál
Annað hefti þessa árgangs er ný-
komið út. Skrifa þeir í það kenn-
ararnir: Sigurður Thorlacius,
Friðrik Hjartar, Stefán Jónsson,
Guðmúndur Gíslason og Aðal-
steinn Sigmundsson, ennfremur
fræðslumálastjóri Ásgeir Ásgeirs-
son, dr. Matthías Jónasson og P. H.
Ritið er hið læsilegasta.
Menntamál segja m. a. frá því,
að þrír uppeldisfræðingar séu ný-
komnir heim frá útlöndum að af-
loknu námi þar. Það eru þeir
Ármann Halldórsson, magister,
sem stundað hefir nám í Noregi,
dr. Matthías Jónasson, sem stund-
að hefir nám í Þýzkalandi og dr.
Símon Jóh. Ágústsson, sem hefir
aðallega stundað nám á Frakk-
landi og m. a. hefir hann hlotið
doktorsnafnbót við Svartaskóla.
Þetta eru allt menn, sém gera
má sér góðar vonir um að hafi á-
hugá og getu til að flytja holl á-
hrif inn í uppeldismálin. Og á slíku
er varla vanþörf. Þótt ýmislegt sé
gott um menningu Islendinga, þá
er þó ekki því að neita að við
stöndum um f jölda margt almennt
að baki því bezta sem er að finna
hjá öðrum þjóðum.
Dvöl vill hvetja lesendur sína til
að veita athygli þessum nýheim-
komnu menhtamönnum og riti
kennarastéttarinnar „Menntamál-
um“, sem hinir yngri og áhuga-
samari kennarar standa einkan-
lega að.