Dvöl - 01.09.1936, Blaðsíða 41

Dvöl - 01.09.1936, Blaðsíða 41
Sept.—okt. 1936 I) V Ö L 311 Loðfeldurinn Eftir Hjalmar Söderberg- [Hjalmar Söderberg cr fæddur í Stokk- hólmi 2. júni 1869. Ungur gerðist hann blaðamaður og skrifaði piá einkum um bókmenntaleg efni. Jafnframt pýddi hann úr erlendum málum á sænslca tungu m. a. mikið eftir franska snillinginn Anatole France. Hefir vcrið álitið í Svípjöð, að hann hafi lært mikið af A. F. jafnframt pví, að hann hefir flutt verk hans til sænsku pjóðarinnar, i engu lakari bún- ingi en á frummálinu. Með beittri hæðni og pungri alvöru, en léttum og skcmmtilegum, stíl, hefir Söderberg verið markviss og áhrifamik- ill rithöfundur i Svípjóð á siðustu ára- tugum. Ritstj.] Þaö var kulda-vetur þetta ár. Það var eins og fólkið reyndi að vera sem minnst úti í frosthörk- unum, nema þeir, sem áttu loðfeldi. Richardt héraðsdómari átti loð- feld einn mikinn. Það tilheyrði eig- inlega stöðu hans, því að hann var aðalforstjóri einhvers félags, seni nýbúið var að hleypa af stokkun- um. Gamli vinur hans, doktor Henek, átti aftur á móti ekki loðfeld, en hann átti fallega konu og þrjú yndisleg börn. Doktor Henek var magur og fölleitur. — Sumir menn komast í góð hold, er þeir hafa hafnað í hinu heilaga hjónabandi, aðrir þvert á móti. Doktor Henek varð þunnur í roðinu; og nú var kominn aðfangadagur jóla. „Þetta ár hefir verið slæmt fyrir mig,“ sagði doktor Henek við sjálf- an sig, á leiðinni til John Ric- hardts, gamla vinar síns. Þetta var rétt fyrir rökkurbyrjun, um þrjú-leytið, á aðfangadag jóla. Og erindið: peningalán. — Já,' þetta ár hefir sannarlega verið slæmt ár fyrir mig. Heilsa mín er mjög bág- borin, að maður ekki segi eyði- lögð. Aftur á móti fá sjúklingar mínir beztu heilsu, næstum allir, sem ég hefi haft undir höndum; ég sé þá sjaldan nú orðið. Senni- lega kveð ég þennan heim bráðum. Það heldur konan mín líka, ég sé það á andliti hennar. Það væri óskandi að ég hrykki upp af fyrir lok janúar, áður en bölvað líftrygg- ingariðgjaldið fellur í gjalddaga. — Þegar doktor Henek var kom- inn hingað í hugleiðingum sínum, var hann staddur á horni Reger- ingsgötu og Hamngötu. Um leið og hann gekk fyrir götuhornið og sveigði inn á Regeringsgötuna, rann hann í sleðafari og féll við, og á sama augnabliki bar þar að sleða á fleygiferð. I fátinu, sem kom á ökumanninn, missti hann alla stjórn á farartækinu, en hest- urinn vék ósjálfrátt til hliðar; þó snerti annar sleðameiðurinn öxl doktorsins og varð af talsvert
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.