Dvöl - 01.09.1936, Blaðsíða 42
I) V Ö L
Sept.—okt. 1936
högg, og auk þess hafði skrúfa
eða nagli eða eitthvað þesskonar
festst á frakkanum hans og rifið
á hann allstóra glompu.
Fjöldi fólks hópaðist umhverfis
doktorinn. Lögregluþjónn hjálpaði
honum á fætur, ung stúlka sópaði
snjónum af honum, gömul kona at-
hugaði glompuna á frakkanum
með svip og látbragði, sem gaf til
kynna, að hún vildi gjarna lagfæra
þetta þegar í stað, en til þess skorti
áhöld. Sjálfur prinsinn, sem átti
þarna leið um af tilviljun, tók hatt
doktorsins upp af götunni og setti
á höfuð hans, og nú var allt í lagi
nema frakkinn.
„Hver djöfullinn, hvað er ann-
ars að sjá þig, Gústaf ?“ sagði Ric-
hardt héraðsdómari, þegar Henek
kom inn á skrifstofu hans. „Ég
varð undir sleða.“ „Það gæti mað-
ur nú hugsað,“ svaraði Richardt
og hló góðlátlega. „Þú getur ekki
farið heim svona útlítandi, maður.
Ég skal senda strák heim eftir loð-
feldinum mínum og lána þér
hann.“ „Þakka þér fyrir,“ svaraði
Henek. Og er hann hafði fengið
þessar hundrað krónur, sem hann
vanhagaði um, bætti hann við:
„Vertu svo velkominn til miðdegis-
verðar.“ — Richardt var ókvænt-
ur og venjulega eyddi hann að-
fangadágskvöldi jóla hjá Henek-
fjölskyldunni.
Á heimleiðinni var doktor Henek
í óvenjulega góðu skapi. „En sú
yfirhöfn,“ tautaði hann. Hefði ég
verið hygginn, væri ég fyrir löngu
búinn áð fá mér svona loðfeld. Það
hefði aukið sjáifstraust mitt, og
virðing fólksins fyrir mér hefði
einnig aukizt. Menn geta ekki ver-
ið þekktir fyrir að borga lækni í
loðfeldi jafn-lítið og lækni í
frakkaræfii með útslitnum hnappa-
götum. Fjandi var að mér skyldi
ekki detta þetta í hug fyr. Nú er
allt um seinan. — Hann labbaði
hringferð um Kungstrádgárden í
hægðum sínum. Það var farið að
skyggja taisvart og fariö að snjóa
aftur; kunningjar hans, sem voru
þarna á stjái, þekktu hann ekki.
\ „Hver veit annars, hvort of seint
er að snúa við,“ hélt doktor Henek
áfram við sjálfan sig. Ég er ekki
gamall, og máske skjátlast mér, að
því er heilsufar mitt snertir. Ég
er fátækur, eins og refur í skógi,
en það var John Richardt líka, og
er ekkí langt að minnast. Konan
mín er köld og óvingjarnleg gagn-
vart mér nú í' seinni tíð. Sennilega
fer hún að bera hlýjan hug til mín
aftur, ef ég get útvegað meiri pen-
inga og klæðst í loðfeld. Mér virð-
ist henni falla John betur í geð,
eftir að hann fékk sér loðfeldinn.
Ef til vill hafa þau haft ofurlítið
dálæti hvort á öðru áður fyrr, þeg-
ar hún var ung stúlka, en hann
bað hennar ekki, heldur sagði
henni og fleirum, að hann legði
ekki upp að giftast, ef hann hefði
minna en tíu þúsund króna árs-
tekjur. En ég þorði að biðja Ellen-
ar, sem var bláfátæk, en langaði