Dvöl - 01.09.1936, Blaðsíða 36

Dvöl - 01.09.1936, Blaðsíða 36
306 D V Ö L Sept.—okt. 1936 aftur án bakkans. Wormsley hóst- aði lítið eitt, en þjónninn gekk framhjá honum. Ekki gat hann vitað, hvort Wormsley óskaði eftir að til hans væri heyrt eða ekki. — Blindur og heyrnarlaus, hugsaði Wormsley, sem var kap- teinn í hernum og engan fyrir- myndarþjón hafði á sínu heimili. Svo gekk hann upp þrepin, sem lágu upp á gangsvalirnar meðfram veggjum forsalarins. Hann gekk framhjá mörgum þjónum, sem ekki sáu hann, og hann gekk með þungum skrefum upp þrepin, en enginn heyrði til hans. Hann gekk hægt eftir svölunum, þá heyrði hann málróm — málróm Barböru, hún raulaði fyrir munni sér .... — Þá hlýtur hún að vera ein, hugsaði Wormsley og drap lítið eitt að dyrum. StofustúJka lauk upp dyrunum, önnur var að festa blóm á öxl Barböru og sú þriðja að laga sessurnar í hægindastól. •— Ert það þú, Eddie, sagði Bar- bara brosandi, hefurðu beðið lengi? — Nú er ég tilbúin eftir tvær mínútur. Það leið stundarf jórðungur. Wormsley var orðinn afar óþolin- móður, en loksins fóru stofustúlk- urnar burt úr herberginu. — Bar- bara gekk eitt skref í áttina til hans. — — Jæja, Eddie — hvernig lýst þér svo á mig? spurði hún bros- andi. •— Dásamlega — yndislega, en Barbara, það er dálítið, sem ég verð að segja þér. — Augnablik, góði! Barbara hringdi, þjónn birtist í dyrunum. — Sjáið um að vagninum verði ekið fram, James, sagði Barbara. Látið einnig færa okkur vín hing- að, bætti hún við. Þjónninn hvarf hljóðlega á brott. — Kæra Barbara, það var dá- lítið, sem ég ætlaði að segja þér núna meðan við erum tvö ein----- Dyrnar opnuðust og annar þjónn kom með vínflösku og tvö glös. — Skál, Barbara! Núna meðan við erum tvö -—------- Það var barið hæ'versklega á dyrnar, Wormsley gaf þeim miður hýrt auga. — Vagninn er kominn að dyr- unum, sagði James hljóðlega. — Við skulum fara, hrópaði Barbara, við erum næstum því hálftíma seinni, en við ætluðum. Wormsley andvarpaði, ennþá varð hann að bíða eftir öðru betra tækifæri. Einhverntíma hlaut það þó að heppnast. — Serene, sagði Barbara við ökumanninn og bíllinn rann af stað. Serene var uppáhalds kaffihús Barböru. Wormsley hefði heldur kosið afskekkt veitingahús uppi í sveit, Beduinatjald í Libyueyði- mörkinni, ísbreiðu á Grænlandi, eða í stuttu máli sagt: Einhvern þann stað á hnettinum, þar sem líkur væru til, að hann og Barbara gætu verið tvö ein. En það var
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.