Dvöl - 01.09.1936, Blaðsíða 33

Dvöl - 01.09.1936, Blaðsíða 33
Sept.-okt. 1936 I) V Ö L 303 ókum framhjá rétt áðan. Þú hefðir átt að líta í augu hennar. Þau eiga sjálfsagt engan samastað — ekkert heimili. — Ert þú ekki ánægður yfir því, að þú ert ekki fátækur, Eddie? Wormsley kapteinn virti fyrir sér vanga Barböru. Hvað átti hún við? En áður en hann fengi tírna til að biðja um nánari skýr- ingu, hélt hún áfram: — Það hlýtur að vera hræði- legt að sitja svona á bekk fyrir allra augum. Hvernig heldurðu að það sé? Þau geta ekki mælt orð frá vörum, án þess að öll Lund- únaborg heyri það. Þau geta ekki hreyft sig, án þess að hver og einn sjái það. Engan klúbb hafa þau, til þess að fara í, ef þau vilja vera í næði og ótrufluð. Þau eiga enga tennisvelli, þar sem þau geta haft nauðsynlega hreyfingu. Þau eiga engan friðhelgan stað. — Maður hlýtur að vera afar mikið öðrum háður og ófrjáls, ef mað- ur ekki á peninga, heldurðu það ekki? Barbara hafði ekki tíma til að ræoa þetta heimspekilega við- fangsefni nánar, því að ni'i varð hún að gefa gaum að lögreglu- þjóni þeim, sem stjórnaði umferð- inni. Og á meðan fékk Wormsley tíma til að 'koma með nokkrar srnáathugasemdir. Vikum saman hafði hann beðið eftir heppilegu augnabliki, til þess að segja Barböru það, sem honum lá á hjarta, en ávallt hafði hann verið hindrajður af einliverju. Hann hafði þegið boð hennar, um að aka með henni, í þeirri von, að honum gæfist gott tækifæri til að létta á hjarta sínu, því að sjálf myndi hún aka. En þá sat þessi stemgervingslegi ökumaður rétt fyrir aftan þau og heyrði hvert einasta orð, sem sagt var. Hann varð óþolinmóðari og óþolinmóð- ari, svo óþolinmóður, að hann hugsaði: — En ég vil samt fá að vita vissu mína, nú eða aldrei! Vagninn nam staðar, nú var tækifærið, því að umferðaljósið var rautt. Hann laut að eyra henn- ar og hvíslaði: — Barbara, það er ef til vill ekki vel valinn stað- ur og stund til að segja það, en ég verð að segja þér — ég -------- -- Augnablik, sagði Barbara, því að nú var ljósið aftur grænt. Hún ók hratt af stað og hafði nær því orðið fyrir árekstri frá báðum hiiðum. En hún var aðgætin, og komst klakklaust út úr mestu þrengslunum. — Þetta. gekk bærilega, sagði hún hreykin, en án. þess að líta á Wormsley. — Ætlaðir þú að segja eitthvað — þú sagðir víst eitthvað við mig, var það ekki? — O — það var — ekki neitt —, hvert ökum við, ætlaði ég að segja, svaraði hann eins kæruleys- islega og honum var unnt. — ,,Puffins,“ sagði hún og yppti öxlum. — Klukkan er aðeins sjö, og einhvers staðar verðum við að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.