Dvöl - 01.09.1936, Blaðsíða 22
292
í) V 5 L
Sept.—okt. 1936
skilið pá!“ Ósk fangans var upp-
fyllt. Tveim skotum var skotið í
garðinum eftir skipun banka-
stjórans.
Seinna, eftir 10. árið, sat lög-
fræðingurinn hreyfingarlaus við
borðið sitt og las aðeins Nýja-
testamentið. Bankastjóranum
fannst það undarlegt, að maður,
sem á fjórum árum hafði lesið 600
fræðibækur, skyldi eyða nærri
ári í að lesa eina bók, auðskilda
og alls ekki þykka. A eftir N}'rja-
testamentinu kom svo trúar-
bragðasaga og guðfræði.
Tvö síðustu árin las fanginn
óhemju ósköp af alls konar bók-
um. Stundum las hann um nátt-
úruvísindi, stundum bækur eftir
Byron eða Shakespeare. Bréf
komu frá honum, þar sem hann
bað um íeinu bók um efnafræði,
kennslubók í læknisfræði, skáld-
sögur og nokkrar ritgerðir um
heimspeki eða guðfærði. Hann las
með áfergju, eins og skipreika
maður á sundi innan um rekann
af skipsílakinu gripur í einn
viðinn eftir annan til þess að
bjarga lífi sínu.
Bankastjórinn minntist alls
þessa og hugsaði:
,A morgun kl. 12 fær hann
frelsi sitt. Samkvæmt samningn-
um verð ég áð borga honum 2
milljónir. Ef ég borga, er úti um
mig. Ég verð allslaus héreftir...“
Fyrir I5 árum vissi hann ekki
aura sinna tal. Nú diríðist hann
ekki að spyrja sjálfan sig, af
hvoru hann ætti meira, pening-
um eða skuldum. Brask á kaup-
höllinni, áhættusöni fyrirtæki og
það andvaraleysi, sem hann hafði
ekki getað losað sig við, jafnvel
ekki áefri árum, hafði smámsaman
grafið undan eigúm hans; og hinn
óttalausi, sjálfbyrgingslegi og
þóttafulli peningamaður hafði orð-
ið hinn venjulegi bankastjóri,
skjálfandi við hverja verðsveiflu
á markaðinum.
„Bannsett veðmáliðý muldraði
gamli maðurinn og greip um
höfuðið í örvæntingu . . . „Hvers-
vegna dó mannfjandinn ekki?
Hann er aðeins fertugur. Hann
tekur minn síðasta eyri, giftist,
nýtur lífsins, braskar á kauphöll-
inni, og ég verð útlits eins og
öfundsjúkur betlari og heyri svo
af vörum hans sömu orðin dag-
lega: „Ég á þér hamingju lífs
míns að þakka. Lofaðu mér að
hjálpa þér.“ Nei, þetta yrði mér
ofraun. Eina leiðin til að forðast
gjaldþrot og smán — er að mað-
urinn deyi.“
Klukkan sló þrjú. Bankastjór-
inn hlustaði. Allir sváfu í húsinu.
Það þaut ámátlega í frosnum
trjánum úti fyrir. Hljóðlega tók
hann úr peningaskápnum lykil-
inn að hurðinni, sem ekki hafði
verið opnuð í 15 ár, klæddi sig í
jakkann ogfór út. Það var dimmt
og kalt úti í garðinum og slag-
viðri. Rakur nístandi vindur þaut
stöðugt í trjánum. Bankastjórinn