Dvöl - 01.09.1936, Blaðsíða 16

Dvöl - 01.09.1936, Blaðsíða 16
286 / D V ö L Sept.—okt. 1936 í viðtali, iáta letingjana vinna o. s. frv. Það ætti að fara vel með þá, en halda þeim armslengd frá sér. Mér fannst ég vera kominn aftur á miðja nítjándu öld. En þrátt fyrir öll vandkvæði, getum við ekki hugsað okkur annan möguleika en þann, að negrarnir njóti sama frjálsræðis og hvítir menn. Ég sá kofa negranna í Caro- lina. Það eru verstu hreysi, sem ég hefi séð. „Negrinn gerir aldrei við neitt,“ segir hvíti maðurinn, „ef þakið lekur, þá kemst hann ekki að því að lappa það þegar rignir, og þegar sólin skín — þá þarf þess ekki með.“ Ég kom í negrahverfi í ýmsurn borgum. Venjulega voru það lélegustu hverfin og íbúarnir fátæklegir, stundum fátæklega skrautlegir, því sundurgerð í klæðaburöi er þeirra náttúra. Merkast allra þessara negra- hverfa er Harlem i New York. Þar búa á fimmta hundrað þús- und negrar. Það er stærsta negra- borg, sem nokkru sinni befir ver- ið til. Og þó var þar alþýzkt hverfi fram yfir aldamót, þýzk „Gemútlichkeit“ og „Bierstuben". Eftir 1914 áttu sér stað þjóðflutn- ingarnir miklu af negrum frá Suðurríkjunum til iðnaðarborg- anna og þá helzt til New York. Ófriðurinn heimtaði aukna fram- leiðslu og síðar hermenn frá vinnu, eftir að Bandaríkin kom- ust í hildarleikinn. Stóriðjan heimtaði aukið og ódýrt vinnu- afl og verkfallsbrjóta og negrun- um opnaðist nýr heimur, heimur iðnhverfanna og stórborganna, hærra kaup en þeir voru vanir og vonir um auknar mannvirð- ingar í Norðurríkjunum, sem eitt sinn úthelltu blóði sínu fyrir mál- stað þeirra. En allt för á eina leið. Norðurríkjamenn reynast nú litlu betri, þegar þeir eru orðnir nágrannar negranna. Og nú eru negrarnir taldir nreð öðrum stærstu vandræðamálunum, sem stórborg- irnar eiga við að stríða. Enn einu sinni hefir fjármagnið og stóriðj- an flutt inn sín eigin vandræði, og gróði stríðsáranna orðið skammgóður. Saga Harlem er hin sama og annara negrahverfa. Fyrst leigir húseigandi negrafjölskyldu íbúð, sem er oröin svo Iéleg, að hvítur leiguliði er ófáanlegur. Síðan ílytja allir hvítir menn úr húsinu og þá úr nágrenninu og negrar flykkjast að í staði'nn. Þetta geng- ur koll af kolli og nú fylla negr- arnir 90. til 160. stræti á sjálfri Manhattan. Það er þeirra mikla Kongó. Þetta er eins og þegar svörtu rotturnar útrýma hinum brúnu. En mannréttinda njóta þeir ekki einu sinni í Norörinu. Þeir eru fangar í sínu svarta skinni og út úr því komast þeir ekki. í Suðurríkjunum er þeim bægt frá kosningarétti. Þeim er sett að skilyrði að geta svarað út úr
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.