Dvöl - 01.09.1936, Blaðsíða 46
316
D V ö L
Sept.—okt. 1936
ins, og var þakklát handleiðslu
lífsvitundarinnar, sem gaf henni
svo mörg tækifæri til þess að
njóta sinnar æskuástar, og það
síðast, er hún hitti Armas — unga
menntamanninn. Sú kynning var-
aði til æfiloka í huga Silju, því að
henni var sýnd sú vægð, að vita
ekki æfilok þessa manns — manns-
ins, sem fylgdi henni burt eftir
danzleikinn á Kulmala. Þar, í næt-
urkyrrðinni, hófst ástarvor þeirra
— vorið, sem þekkti ekkert haust,
— þrátt fyrir allt. En ylur þess
náði að verma hana — einnig á
síðustu augnablikum lífsins í bað-
stofunni á Kierikka. Þar bar hana
síðast að garði, og hjónin á Kier-
ikka kunnu að notfæra sér þann
hagnað, sem þeim gat orðið að
þessari dauðvona manneskju.
Manngæzka var víst engan veg-
inn þeirra sterka hlið, heldur
ásælnin í reitur Silju. Með þeim
galt hún sína síðustu skuld — og
galt hana að fullu.
Hún var dáin. Hún dó í vikunni
eftir miðsumar — dó í blóma lífs
og sumars.
Þannig urðu æfilok þessarar
ungu stúlku, sem Sillanpáá lýsir
svo aðdáanlega vel, að Silja verð-
ur þeim, sem les, ógleymanleg
saga. Hún er göfgandi og meiri
lífssannindi í henni en mörgum
öðrum skáldsögum, sem hafðar
eru á orði. Þýðingin er skemmti-
’ega lipur og víða ágæt.
Henrik Thorlacius.
Veðmálið.
Framh. af bls. 294.
fara héðan 5 mínútum fyrir hinn
umsamda tíma og brjóta þannig
samninginn.“
Þegar bankastjórinn hafði lok-
ið lestrinum, setti hann örkina á
borðið, kyssti á höfuð þessa und-
arlega manns, og fór að gráta.
Hann fór út. Aldrei fyr, jafnvel
ekki eftir hið hræðilega tap á
kauphöllinni, hafði hann haft eins
mikla fyrirlitningu á sjálfum sér
eins og nú. Þegar hann kom
heim, lagðist.hann til svefns, en
æsingin og tárin héldu lengi
vöku fyrir honum.
Næsta dag kom veslings vörð-
urinn hlaupandi til hans og sagði
að þeir hefðu séð fangann klifra
í gegnum gluggann og út í garð-
inn. Hann hefði farið út um hlið-
ið. Bankastjórinn fór strax með
þjónum sínum ut í fangaklefann,
til þess að ganga úr skugga um
hvarf fangans.Hann vildi forðast
óþarfa orðróm, og tók því blaðið
með afsalinu og læsti það inni
í peningaskápnum sínum.
Gísli Ólalsson þýddi.
Demantar.
Allir demantar, sem til eru í
heiminum, vega samtals til jafns
við hálfa nútíma eimreið. En
verðmæti þeirra er talið 70 milj-
arðar dollara.