Dvöl - 01.09.1936, Blaðsíða 3
mÁnaðarrit til fróðleiks og ske
mtunai
9.—10. hefti Reykjavík, sept. —okt. 1936
OPNA GROFIN
Eftir W. Somerset Maugham
[Ensld rilhöfundurinn William Somerset
Maugham er fæddur í París 1874, en
faðir hans starfaði við ensku sendisveit-
ina f>ar. Hann varð stúdent og las lækn-
' isfræði, bæði í Englandi og Þýzkalandi
(Heidelberg). Hann gerði pó ekki lækn-
ingar að lífsstarfi sínu, heldur lagði
slund á ritstörf. Hann hcfir skrifað mörg
lcikrit og stærri og smærri sögur og af
peím hafa nokkrar vcrið pýddar á ís-
lenzku. W. S. Maugham dvaldi sjálfur í
Austurlöndum um skcið og kemur pað
berlega í ljós í ýmsum vcrkum hans,
m. a. sögu pcirri, sem fcr hér á eftir.
Þýð.]
Enginn vissi betur en hann
sjálfur, hvað starf hans var þýð-
ingarmikið. Hann var æðsti mað-
ur í einni deildinni — og ekki
þeirri ómerkilegustu — í voldug-
asta enska fyrirtækinu í Kína.
Hann hafði unnið sig upp með
•
áhuga og dugnaði og hann gat
ekki varizt brosi, þegar hann
renndi augunum aftur í tímann
og virti fyrir sér skrifstofuþjón-
inn, sem kom til Kína fyrir þrjá-
tíu árutn, slyppur og snauður.
Og hann skríkti af ánægju, þeg-
ar hann hugsaði um fátæklega
heimilið, þar sem hann ólst tipp,
litla rauða húsið, sem var eitt af
hinum mörgu litlu, rauðu húsum
í Barnes, og bar það saman við
steinhöllina með stóru svölunum
og rumgóðu stofunum, þar sem
félagið hafði skrifstofur sínar og
hann sjálfur fbuð sína.
Mikil breyting hafði nú orðið á
högum hans síðan. Hann hugs-
aði um teið, sem hann drakk með
pabba sínum og mömmu og