Dvöl - 01.09.1936, Blaðsíða 43
Sept.—okt. 1936
D V ö L
313
að giftast. Ég held, að hún hafi
ekki elskað mig á þann hátt, að
hún hafi tekið bónorði mínu að-
eins til þess, að þóknast mér.
Hvernig gat mig dreymt um slíka
ást? Ekki síðan ég var tuttugu og
sex ára. og sá Faust í fyrsta sinn
í óperunni. Ég er samt viss um, að
hún elskaði mig fyrst í stað eftir
hjónaband okkar, menn fara ekki
svo villt í þeim sökum. Hvers
vegna gat ekki orðið svo fram-
vegis ?
Fyrstu árin eftir giftingu okkar
hittum við John aldrei svo, að hún
hefði ekki á takteinum illgirnis-
glósur í hans garð. En nú, síðan
hann stofnaði þetta volduga félag
og býður okkur stundum í leikhús-
ið og gengur í loðfeldi, þá hefir
konan mín smám saman þreytzt á
að tala um hann í sama tón og
áður.
*
Henek hafði enn ýmsum störf-
um að gegna fyrir miðdegisverð.
Klukkan var orðin hálf sex þegar
hann kom heim, hlaðinn bögglum,
Hann hafði ákafan verk í vinstri
öxlinni, sem minnti hann á at.burð-
inn um morguninn, ásamt feldin-
um góða.
,,Það verður gaman að sjá svip-
inn á kellu minni, þegar hún sér
mig í loðfeldi,“ sagði Henek við
sjálfan sig og brosti.
Það var myrkur í anddyrinu;
ljósið inni í húsinu náði ekki að
lýsa það upp. — „Nú heyri ég til
hennar í borðstofunni,“ hugsaði
doktor Henek. Hún gengur hljóð-
lega eins og smáfugl. Einkennilegt,
að í hvert skipti, sem ég heyri fóta-
tak hennar í næsta herbergi, hlýn-
ar mér um hjartaræturnar. Tilgáta
Heneks, um að kona hans tæki
betur á móti honum, þegar hann
væri í loðfeldi, en endranær, reynd-
ist rétt. Hún faðmaði hann inni-
lega að sér í dimmasta horni for-
stofunnar og kyssti hann heitt og
hjartanlega.. Hún faldi andlitið í
kraganum á feldinum og hvíslaði:
„Gústaf er ekki kominn heim enn.“
,,Já,“ svaraði doktor Henek með
ofurlítið óskýrri rödd og strauk
hár hennar blíðlega, ,,já, hann er
heima.“
*
1 vinnustofu doktor Heneks log-
aði glatt á arninum. Á borðinu
stóðu flöskur með whisky og sóda.
Richardt héraðsdómari sat í
djúpum hægindastól úr leðri,
teygði úr útlimunum og reykti
vindil með makindasvip. Henek
hallaði sér útaf á legubekk úti í
horni. Dyrnar, sem vissu að borð-
stofunni, voru opnar; þar var frú
Henck og börnin að kveikja á
jólatrénu. Við miðdegisverðarborð-
ið ríkti djúp þögn. Aðeins börnin
hlógu og rnösuðu, oftast öll í kór,
og voru glöð.
,.Þú segir ekkert, gamli dreng-
ur,“ rauf Richardt þögnina. „Ertu
kannske að hugsa um rifna frakk-
ann þinn?“ „Nei,“ svaraði Henek,