Dvöl - 01.09.1936, Blaðsíða 26
296
Sept.—okt. 1936
D V Ö L
ir, og það ekki i smáum stíl.
Talið er, að amerískt félag hafi
gefið honum 10 miljónir króna
fyrir aðstoð hans í sambandi við
stórfelldar símaframkvæmdir í
landinu. Út frá höfðingjunum
dreifðist fjárgræðgin og mútu-
svkin út til hinna lægri starfs-
manna og kaupsýslustéttarinnar.
Kunnugir menn töldu, að kjrkjan
héldi við fáfræði og hleypidóm-
fólksins, aðallinn héldi sveita-
mönnunum í bláfátækt og jarð-
leysi, en konungurinn gæfi em-
bættismönnunum fordæmi um,
hvernig ætti að stjórna.
Nokkru eftir stríðið varð einn
af herforingjum konungs, Primo
de Rivera, einskonar einræðis-
herra í landinu og stefndi í sömu
átt og Mussolini og Hitler. Þing-
ið var lagt niður og sömuleiðis
voru sveita- og bæjarstjórnir und-
ir séistöku eftirliti valdhafanna.
Af pessum ástæðum komu éngir
fulltrúar frá Spáni á Alþingishá-
tíðina 1930, heldur bréf, þar sem
þakkað var fyrir boðið, en viður-
kennt, að ekkert þing væri til í
landinu.
Primo de Rivera tókst þó aldrei
að ná um kverkar bjóðarinnar,
jafngreypilega og stjórnunum
tekst nú í Rússlandi og Þýzka-
landi. Þá myndaðist sú skoðun,
að ekki væri hægt að framkvæma
einræði á Spáni. Landið væri of
sundurskipt, samgöngur of slæm-
ar, herinn of veikur, og umfram
allt: Spánverjar hefðu ekki þá
skipulagsgáfu, sem þyrfti, til að
koma á sterku einræði. Primo de
Rivera lenti í ósamþykki við Al-
fons konung og lét af völdum.
Annar ennþá veikari hershöfð-
ingi kom í hans stað, en allt fór
á sönui leið. Stjórn Alfons varð
meir og meir fyrirlitin og áhrifa-
laus. Um miðjan apríl 1931 varð
óblóðug bylting á Spáni. Þjóðin
afsagði Alfons og alla hans stjórn.
Konungur flúði land með geisí-
mikil auðæíi, sumir segja 400
niiljónir króna. Með honum fóru
þeir af vinum hans, sem verst
voru þokkaðir. En engin mann-
víg urðu í landinu við þessa at-
burði. Alfons var svo gersamlega
fylgislaus, að enginn vildi hreyfa
hönd eða fót honum til varnar.
Þjóðin tók þessum atburðum
með m'iklum fögnuði. Menn von-
uðu, að nú væri á enda hin langa
nótt kúgunar og óstjórnar á
Spáni. Konungurinn varflúinnúr
landi með misjafnlega vel feng-
inn auð. Nú var sett á stofn lýð-
veldi með þingbundinni stjórn.
Lýðveldissinnar voru í miklum
meirihluta í hinu nýkosna þingi.
En um innanlandsmálin skiptust
þeir mjög í flokka, eins og síðar
kom fram.
Ahrifamesti maðurinri í stjórn-
málum Spánar eftir byltinguna,
var núverandi forseti í landinu,
Azana. Hann varö brátt stjórnar-
formaður og byrjaði á marghátt-
aðri umbótastarfsemi. Mikill fjöldi
skóla var stofnaður víðsvegar um
j