Dvöl - 01.09.1936, Blaðsíða 6

Dvöl - 01.09.1936, Blaðsíða 6
276 Sept.—okt. 1936 D V Ö L Og nú datt honum í hug að fá sér göngu um kirkjugarðinn. Hann leit á leiðin. Þau voru vel hirt og ekkeit illgresi sást á stíg- unum milli peirra. Það vitnaði allt um góða afkomu. Hann reik- aði fram og aftur um garðinn og las nöfnin á legsteinunum. Hér lágu þrír hlið við hlið; skipstjór- inn, fyrsti stj'rimaður og annar stýrimaður af Mary Baxter sem fórst í ofsaveðrinu 1908. Hann mundi vel eftir pví. Þaina var dálítil pyrping, pað voru tveir trúboðar, konur peirra og börn, sem höfðu verið drepin í óeirð- um, sem urðu hér einu sinni. Það var ægilegt. Ekki svo að skilja, að honum væri neitt ákaf- lega sárt um trúboða ; en, djöfull- inn hafi það, pað náði ekki nokk- urri átt að láta pessa kínversku hunda vera að brytja pá niður. Svo kom hann að krossi, og á honum stóð nafn, sem hann kannaðist við. Það var ágætur piltur, hann Edward Mulock, en hann varð að lúta í lægra haldi fyrir áfenginu, drakk sig í hel, skinnið a-tarna. Hann pekkti marga, |)egar hann var um hálf- þritugt, sem fóru sömu leiðina; parna voru nokkrir fleiri laglegir krossar með mannanöfnum og aldri, tuttugu og fimm, tuttugu og sex, eða tuttugu og sjö. Það var alltaf sama sagan — þeir höfðu komið til Kína, peir höfðu aldrei fyr séð svona mikla pen- inga; petta voru allra beztu strákar; svo drukku þeir og drukku, en poldu pað ekki og nú voru þeir hér í kirkjugarðinum. Það veitti ekki af að hafa hraust- an koll og sterkar taugar til pess að geta drukkið eins og drukkið var á Kínaströndinni. Auðvitað var það óttalega. sorglegt, en framkvæmdastjórinn gat varla varizt brosi, þegar hann íhugaði, hvað hann hafði drukkið marga af þessum ungu mönnum í hel. Og í eitt skipti hafði dauðinn komið honum í hag, pað var maður, sem vann hjá sama fyrir- tækinu, eldri en hann og einnig mjög efnilegur náungi. Ef sá rrtaður hefði lifað, væri hann sjálf- sagt ekki framkvæmdastjóri nú. Sannarlega voru vegir örlaganna órannsakanlegir. Já, og parna var frú Turner, blessunin; Violet Turner; hún var Ijómandi snotur stúlka, hann var alvarlega ást- fanginn af henni og varð fjandi utan við sig, pegar hún dó. Hann leit á legsteininn til pess að að- gæta, hvenær hún hefði verið fædd. Hún væri svo sem ekkert barn, ef hún lifði núna. Og peg- ar hann hugsaði um allt petta dauða fólk, breiddist einhver á- nægjutilfinning um hann allan. Hann hafði sigrað pau öll. Þau voru dáin, en hann lifði og svo sannarlega lét hann sér pau í léttu rúmi liggja. Hann leit yfir leiðapyrpinguna í heild og brosti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.