Dvöl - 01.09.1936, Síða 6

Dvöl - 01.09.1936, Síða 6
276 Sept.—okt. 1936 D V Ö L Og nú datt honum í hug að fá sér göngu um kirkjugarðinn. Hann leit á leiðin. Þau voru vel hirt og ekkeit illgresi sást á stíg- unum milli peirra. Það vitnaði allt um góða afkomu. Hann reik- aði fram og aftur um garðinn og las nöfnin á legsteinunum. Hér lágu þrír hlið við hlið; skipstjór- inn, fyrsti stj'rimaður og annar stýrimaður af Mary Baxter sem fórst í ofsaveðrinu 1908. Hann mundi vel eftir pví. Þaina var dálítil pyrping, pað voru tveir trúboðar, konur peirra og börn, sem höfðu verið drepin í óeirð- um, sem urðu hér einu sinni. Það var ægilegt. Ekki svo að skilja, að honum væri neitt ákaf- lega sárt um trúboða ; en, djöfull- inn hafi það, pað náði ekki nokk- urri átt að láta pessa kínversku hunda vera að brytja pá niður. Svo kom hann að krossi, og á honum stóð nafn, sem hann kannaðist við. Það var ágætur piltur, hann Edward Mulock, en hann varð að lúta í lægra haldi fyrir áfenginu, drakk sig í hel, skinnið a-tarna. Hann pekkti marga, |)egar hann var um hálf- þritugt, sem fóru sömu leiðina; parna voru nokkrir fleiri laglegir krossar með mannanöfnum og aldri, tuttugu og fimm, tuttugu og sex, eða tuttugu og sjö. Það var alltaf sama sagan — þeir höfðu komið til Kína, peir höfðu aldrei fyr séð svona mikla pen- inga; petta voru allra beztu strákar; svo drukku þeir og drukku, en poldu pað ekki og nú voru þeir hér í kirkjugarðinum. Það veitti ekki af að hafa hraust- an koll og sterkar taugar til pess að geta drukkið eins og drukkið var á Kínaströndinni. Auðvitað var það óttalega. sorglegt, en framkvæmdastjórinn gat varla varizt brosi, þegar hann íhugaði, hvað hann hafði drukkið marga af þessum ungu mönnum í hel. Og í eitt skipti hafði dauðinn komið honum í hag, pað var maður, sem vann hjá sama fyrir- tækinu, eldri en hann og einnig mjög efnilegur náungi. Ef sá rrtaður hefði lifað, væri hann sjálf- sagt ekki framkvæmdastjóri nú. Sannarlega voru vegir örlaganna órannsakanlegir. Já, og parna var frú Turner, blessunin; Violet Turner; hún var Ijómandi snotur stúlka, hann var alvarlega ást- fanginn af henni og varð fjandi utan við sig, pegar hún dó. Hann leit á legsteininn til pess að að- gæta, hvenær hún hefði verið fædd. Hún væri svo sem ekkert barn, ef hún lifði núna. Og peg- ar hann hugsaði um allt petta dauða fólk, breiddist einhver á- nægjutilfinning um hann allan. Hann hafði sigrað pau öll. Þau voru dáin, en hann lifði og svo sannarlega lét hann sér pau í léttu rúmi liggja. Hann leit yfir leiðapyrpinguna í heild og brosti

x

Dvöl

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.