Dvöl - 01.09.1936, Blaðsíða 10
280
D V Ö L
Sept.—okt. 1936
gat ekki verið rnikið athugavert
við hann, fyrst auga hans var
svona visst. Þegar hann var hátt-
aður, féll hann undir eins í ró-
legan svefn.
En allt í einu hrökk hann upp
aftur. Hann hafði dreymt opnu
gröfina og verkamennina, sem
voru að grafa hana. Hann var
viss um að hafa séð þá. Það var
eins og hver önnur fjárstæða að
segja það ofsjónir, ])egar hann
hafði séð þá með sínum eigin
augum. Svo heyrði hann fótatak
næturvarðarins, þar sem hann
gekk framhjá húsinu. Það rauf
kyrrð næturinnar svo óþægi-
lega, að svitinn brauzt út um
hann allan. Og svo greip skelf-
ingin hann. Hann fylltist hryll-
ingi, þegar hann hugsaði um
hinar mörgu hlykkjóttu götur
þessarar kínversku borgar, og það
var eitthvað dularfullt og ægilegt
við musterin og mannskepnurn-
ar, sem í þeim voru, grettnar og
afmyndaðar. Hann fann til megn-
ustu óbeitar á lyktinni, sein stöð-
ugt barst að vitum hans. Og svo
var nú fólkið. Þessi mýgrútur af
bláklæddum kínverskum verka-
körlum og betlararnir í and-
styggilegu druslunum sínum, og
kaupmenn og embættismenn i
síðum, svörtum skikkjum, bros-
andi og mjúkir á manninn, en
alltaf eins og lokaðar bækur.
Honum fannst einhver hótun
gegn sér felast í framkomu þeirra.
Hann hataði þetta land. Kína,
Hvernig stóð á því, að hann
skyldi nokkurntíma fara hingað?
Hann var gripinn einhverju of-
boði. Hann varð að komast burt.
Hann skyldi ekki vera hér árinu,
ekki mánuði lengur. Eins og hon-
um stæði ekki á sama um
Shanghai!
„0, guð minn góður,“ hrópaði
hann, „bara að ég væri kominn
heilu og höldnu til Englands."
Hann vildi fara heim. Ef hann
átti að deyja, þá vildi hann deyja
í Englandi. Hann gat ekki hugs-
að til að vera grafinn meðal allra
þessara gulu manna með ská-
höllu augun og glottandi andlit-
in. Hann vildi vera grafinn heima,
en ekki í gröfinni, sem hann
hafði séð í dag. Hann gæti al-
drei hvílt þar. Aldrei. Hvað gerði
það til, þó að fólkið héldi eitt
eða annað? Það mátti halda hvað
það vildi. Það eina, sem máli
skipti, var að komast burt, með-
an tími var til. Hann fór fram úr
rúminu og skrifaöi yfirstjórn fyr-
irtækisins bréf, þar sem hann
sagöist hafa uppgötvað, að hann
væri hættulega veikur. Hann yrði
að fá lausn fra störfum. Hann
gæti ekki verið hér lengur en
brýnasta nauðsyn krefði. Hann
yrði að fara heim þegar í stað.
Um morguninn fannst bréfið í
hendi framkvæmdastjórans. Hann
hafði hnigið niður milli skrif-
borðsins og stólsins. Hann var
steindauður.
p. G. þýddi.