Dvöl - 01.09.1936, Blaðsíða 14
284
D V Ö L
Sept.—okt. 1936
Ameríkumaður, hár og grannur
„Uncle Sam“, langleitur og kinn-
fiskasoginn, sjálfmenntaður og
guöhræddur bóndi og lögfræð-
ingur, augun djúp og alvarleg,
og pó glettnishrukkur í augna-
krókunum.
Við jaröarför fallinna hermanna
og kirkjugarðsvígslu mælti hann
á pessa leið; „Hinir hraustu
hermenn hafa, lífs og liðnir, helg-
að pennan reit umfram alla getu
vora til að bæta par við eða draga
frá . . . Hitt er oss nær að vígjast
hér til hins mikla starfs, sem
fram undan er og strengja
pess heit, að sjá svo til, að fórn
peirra verði ekki árangurslaus.“
Þegar honum var eitt sinn boð-
ið í samsæti i kvenfélagi og hann
sá hina risavöxnu rjómatertu,
sem framreidd var í tilefni af
baráttpnni fyrir frelsi prælanna,
varð hann hálfu langleitari í fram-
an og kinnfiskasognari og mælti:
„Þið megið ekki halda, góðu
konur, að ég sé eins hungraður
og ég lít út fyrir að vera.“ Lin-
coln á allt sitt lof og er einn
hinna fáu ágætu manna, sem
hafa brotið alla hlekki af sjálfum
sér og eru hrós mannkynsins.
En hér voru fleiri öfl að verki.
Suður- og Norðurríkin voru ólík
um fleira en prælahald. í Suður-
rikjunum bjuggu stórbændur, lík-
astir landaðli Norðurálfunnar.
Þeir voru ýmist ríkir eða fátæk-
ir, en flestir menntaðir og gæf-
lyndir óðalsbændur, í stíl við hina
hvitu. súlurn skreyttu herragarða.
En menning peirra var bygð á
prælahaldi eins og hin gríska og
rómverka menning. í Norðaust-
urríkjunum bjuggu kaupmenn og
stóriðjuhöldar. Þar ríkti púrítönsk
pröngsýhi og dugnaður. Norður-
ríkin voru önnum kafin við að
skapa hina háreistu vélmenning,
sem nú ríkír, og gera hvíta með-
bræður að láglaunuðum kauppræl-
um. Þeirra var tíðarandinn og
uppgangur hinna næstu áratuga
fram að kreppunni. En nú riðar
pjóðfélagsbyggingin öll, og frjáls-
ir verkamenn, hvítir og svartir,
meta nú lítils frelsi sitt til að
ganga atvinnulausir og krefjast
sömu framfærsluskyldu af ríkinu
og prælarnir nutu áður hjá sín-
urn húsbændum. Suðrið var orð-
ið fjarlægt Norðrinu og sagði sig
loks úr lögum við pað, er Lin-
coln var kosinn forseti. En pá
prútnuðu brjóst manna í Norðri
og Vestri af tilfinning íyrir ein-
ingu ríkisins og hinum röndótta
fána. Tilfinningin fyrir einingu
ríkjanna hafði vaxið í heila öld
og orðið sterk. Stjörnunum hafði
fjölgað í horni pjóðarfánans og
menn gátu ekki sætt sig við að
sjá pær hrapa. Baráttan fyrir ein-
ingu ríkisins hófst og einingin
sigraði. Það hefir haft hin heilla-
vænlegustu áhrif á alla framtíð
Norður-Ameríku. Heimsálfan er
eitt ríki að kalla, engar víggirðing-
ar, engir tollmúrar, ekkert erfða-
hatur við nein landamæri. Þetta er